ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 16. febrúar 2009Þann 16. febrúar 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Gylfi, Benóný, Halla, Magnús, og Lilja. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Önnur mál Boðuð höfðu verið Jakob Frímann Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir á fundinn en þar sem þau voru ekki mætt var byrjað á öðrum málum. Rætt er um auglýsta breytingu á aðalskipulagi og rýnt í auglýsinguna sem er illskiljanleg. Ákveðið er að leita nánari útskýringa frá skipulagsyfirvöldum. Gatnaþrif stuttlega rædd. Magnús segir frá námsstefnu um skipulag gömlu hafnarinnar sem fram fór sl. föstudag, þar var kynnt samkeppnin og var Slippasvæðið inni í nýju gögnunum. Jakob Frímann Magnússon mættur 17.30 2. Miðborgarsamtök. Jakob Frímann segir frá samtökunum Miðborg Reykjavíkur og Laugavegssatökunum sem eru hagsmunasamtök verslunareigenda í miðbænum. Laugavegssamtökin eru eldri hagsmunasamtök sem hafa verið endurvakin en Miðborg Reykjavíkur er pólitískara batterí með starfsmann á launum frá Höfuðborgarstofu. Miðborg Reykjavíkur fær einnig greiðslur frá bílastæðasjóði vegna stöðu verslunareigenda í miðbænum gagnvart ókeypis bílastæðahúsum verslunarmiðstöðva. Rætt er um framkvæmdir borgarinnar. Framkvæmdir eru í gangi í brunarústum Austurstrætis og Lækjargötu og halda vonandi áfram. Hinsvegar er ekkert í gangi með Laugaveg 4 og 6 ennþá. JFM segir frá nýju átaki borgarstjóra að gera borgina örlátari á gæði, þá fegra borgina og bæta, suma hluti aðeins tímabundið. Hann segir einnig frá því að veggjakrotið sé komið aftur þrátt fyrir mikið átak, í dag er maður í vinnu 4 tíma á dag að halda aðalverslunargötunum hreinum af kroti og spreyi. JFM segir frá því að væntanlegir séu 4 fótgangandi götusóparar til starfa í miðbænum. Magnús segir frá hugmyndum íbúasamtaka um snjómokstur. Rætt um gatnahreinsun, eða öllu heldur skort á henni og skort á ruslafötum. Rætt um hávaða frá skemmtistöðum og JFM bendir á Velferðar/Heilbrigðissvið og hávaðamælingar þeirra, sagt er frá því að reykingaklefar séu aftur á teikniborðinu hjá yfirvöldum og JFM tekur fram að styrkja þurfi rétt íbúa vegna hávaðamengunar. Rætt er um að styrkja tengsl við verslunareigendur til að ræða sameiginlega hagsmuni allra og stungið er uppá fundi með verslunareigendum eftir uþb. mánuð. Þá væri æskilegt að boða til fundar fulltrúa Skólavörðustígs, Kvosar, Laugavegs, ásamt Sigrúnu Lilju og Áslaugu frá Miðborg Reykjavíkur. JFM tekur að sér að hafa milligöngu um slíkan fund. Fundi var slitið kl. 18.30. Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |