ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 15. febrúar 2023
Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2022-2023.
Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 15. febrúar 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni. Mætt: Sigrún Tryggvadóttir formaður, Ásdís Káradóttir, Birna Eggertsdóttir, Bjarni Agnar Agnarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Holberg Másson boðaði forföll. Til umræðu var undirbúningu fjölmenningarlegrar vetrarhátíðar íbúasamtakanna. Samþykkt að vetrarhátíðin verði 4. mars kl. 13:00-16:00. Hátíðin sem helguð er fjölmenningu verður blanda af smiðjum og skemmtiatriðum. Samþykkt að greiða að jafnaði 75 þús. kr. fyrir hvert skemmtiatrið/smiðju. Stjórnin mun mæta kl. 12:00 og gera salina í Spennistöðinni klára. Gerla tekur að sér að hafa samband við konur úr filippseyska samfélaginu og athuga með að fá mat og föndursmiðju frá heimalandi þeirra. Dagskrá: Fundi slitið kl. 18:10. Guðrún Erla Geirsdóttir ritari |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |