ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 14. júní 2018

Fundur í stjórn íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur 14. júní 2018. Haldinn í Stofunni, Vesturgötu 3 kl. 17

Mætt: Ragnhildur, Aðalsteinn, Eva, Guðrún, Einar og Benóný sem ritaði fundargerð.

1. Styrkir, hverfissjóður og miðborgarsjóður. Sóttum um 1.550.000 kr  úr hverfissjóði en fengum 600.000 og 2.000.000 úr miðborgarsjóði en fengum 1.400.000.  Samþykkt að þiggja styrk þann sem ÍMR var úthlutað úr Miðborgarsjóði að upphæð 1.400.000 krónur en á síðasta ári var styrkur þaðan afþakkaður. Hinsvegar olli upphæðin nokkrum vonbrigðum því ekki var farið fram á háa upphæð eða 2 milljónir, en aflafé ÍMR fer aðallega í að standa undir kostnaði við starf í íbúahúsi miðborgarinnar, Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar en engin sérstök fjárveiting frá Reykjavíkurborg er ætluð til hlutar íbúanna. Einnig furðaði stjórnin sig á því að starfsemi Miðborgarinnar okkar, félags kaupmanna og rekstraraðila, sé talin 15 sinnum verðmætari en starfsemi Íbúasamtakanna. Formanni falið að fá upplýsingar um það hvernig þessu fé er varið, hvernig notaði Miðborgin okkar þær tæpu 20 milljónir sem hún fékk úthlutað í fyrra og hvernig stendur til að nota þá 21 milljón sem félagið fær í ár? Stjórn ÍMR telur það mjög mikilvægt að það sé upplýst þar sem um er að ræða 2/3 af Miðborgarsjóðnum.

2. UmHverfisgöngur. Ákveðið að ljúka verkefninu á Iðnaðarmannareit með matsgöngu og auglýsa eftir hugmyndum um UmHverfisgöngur síðasumars.

3. Hestagerðið við Fríkirkjuveg 11. Formaður upplýsti að hestagerðið er á borgarlandi og eigendur hússins geta því ekki gert tilkall til þess. Því mun ÍMR ganga á eftir því að fótboltamörkum sem þar voru verði komið fyrir að nýju og hugsanlega gera tillögur um hvernig hestagerðið verði notað í framtíðinni en það er krafa stjórnar að það verði áfram leiksvæði barna hverfisins.

4. midbaerinn.is.  Það þarf að uppfæra vef ÍMR. Það vantar fundargerðir, upplýsingar um málþing og uppákomur ofl. Stefnt að því að það verði gert sem fyrst.

5. Dagskrá haustsins. Rætt um hvernig eigi að hefja vetrarstarf ÍMR. Áhugi er á að hefja starfið með haustfagnaði í svipuðum stíl og vorblótið í fyrra. Einnig rætt um að halda málþing og aðalfund í október.

6. Önnur mál. Aðalsteinn sagði frá framferði rútufyrirtækisins Airport Direct en það fyrirtæki virðir ekki samkomulag um takamarkaða rútuumferð sem er í gildi í miðbænum. Ákveðið að taka málið upp við borgina og ferðaþjónustuna við fyrsta tækifæri eða  þegar árangur af banninu verður metinn.

Fundi slitið kl. 18:10

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is