ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 14. apríl 2009Þann 14. apríl 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Benóný, Magnús, Hlín, og Lilja. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Bréf til borgarstjórnar. Bréfið er skoðað og lagfært. 2. Laugavegur 50. Hlín kynnir málið og sýnir teikningar. Samþykkt er að styðja athugasemdir íbúa á svæðinu og senda bréf fyrir 22 apríl en þá rennur frestur til athugasemda út. Hlín ætlar að senda uppkast sem gengið verður frá síðar. 3. Fundartímar. Fundartímar færðir aftur á mánudaga vegna þess að á þriðjudögum er húsnæðið á Skúlagötunni upptekið. Ákveðið er þó að hittast næst að viku liðinni á Klápparstíg aftur. Fundi var slitið kl. 18.40. Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |