ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 12. október 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 12. október 2021 kl. 18 að Laufásvegi 20.

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir varaformaður (stýrði fundi í forföllum formanns), Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson.

1. Rætt um fundargerð 21. fundar Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 28. september sl. Mörg umræðuefni fundarins vörðuðu Miðborgina og því mjög bagalegt að stjórn Íbúasamtaka Miðborgar eigi ekki fastan fulltrúa í ráðinu eða það sem en betra væri að Miðborgin væri með sérstakt íbúaráð.

2. Sökum þess að enn hefur ekki fengist heimild til að nýta Spennistöðina vegna kóvid var ákveðið að fresta fyrirhuguðum málþingum og síðsumarhátíð fram yfir áramót.

Fundi slitið kl. 18:30.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is