ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 12. október 2009

Þann 12. október 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Magnús, Benóný, Kári Halldór, Hlín, Halla og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Lokastígsreitir. Ákveðið er að gera athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á því fíngerða byggðarmynstri sem er á Skólavörðustíg og Lokastíg. Einnig verða gerðar athugasemdir við íbúðahótel á Baldursgötu 39 þar sem þarfagreining fyrir slíka starfssemi liggur ekki fyrir.

2. Geirsgata bílastæði. Rætt er um að gera athugasemdir við nýfrágengið bílastæði milli Arnarhóls og Tollhússins, þar hefur ekki verið gert ráð fyrir gangandi vegfarendum og gangstéttar vantar.

3. Aðalfundur. Ákveðið er að halda aðalfund 25. nóvember n.k. í Iðnó, rætt er um að fá einhvern gest til að flytja erindi.

4. Önnur mál. Sala bílastæðahúsa -Tillagan fer til umfjöllunar í hverfisráði.

Fram kemur að teiknistofan GlámaKím hefur gert úttekt á leiksvæðum í miðborginni og óskað verður eftir kynningu á niðurstöðum.

Fundi var slitið kl. 19.00

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is