ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 11. september 2023

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 11. september 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Birna Eggertsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson, Guðjón Óskarsson og Bjarni Agnarsson. Forföll boðuðu: Guðmundur Ólafsson og Holberg Másson. Fjarverandi: Sindri Freyr Ásgeirsson.

1. FUNDADAGATAL

Fundadagatal lagt fram og samþykkt. Fundað er fyrsta mánudag í mánuði. Næstu þrír fundir verða haldnir 2. október, 6. nóvember og 4. desember.

2. BÍLASTÆÐAMÁLIN

Bílastæðamálin voru rædd, þ.e. tilkynning borgaryfirvalda um lengingu gjaldskyldu og hækkun gjalda. Það var þungt í fólki og andstaða við þessar hugmyndir. En svo virðist sem alls staðar sé komið að lokuðum dyrum. Formáður upplýsti að engin (-n) í íbúaráði hafi stutt tillögu ÍMR um málið.

Skotið var inn í umræðuna hugleiðingum og áhyggjum fólks af þróuninni í miðborginni, þar sem ferðamenn eru orðnir býsna fyrirferðamiklir. Pétur lét í ljós þá skoðun sína, að hverfið væri að glata upprunaleika sínum, breytingar á íbúðahúsum væru víða sniðnar að ferðaþjónustunni, húsaleiga hækkaði og smáverslanir vikju fyrir lundabúðum.

3. SORPHIRÐAN

Margrét lét vita, að hún hefði kallað eftir svörum við erindi ÍMR til borgarinnar um sameiginlegar lausnir til söfnunar sorps við sameiginlegar lóðir/reiti bæði símleiðis og í tölvupóstum, en engin svör fengið.

4. MÁLÞING

Rætt um hugsanlega hátíð eða málþing á vegum íbúasamtakanna. Hægt er að sækja um í hverfissjóð, https://reykjavik.is/hverfissjodur-reykjavikur - Einnig í Miðborgarsjóð, https://reykjavik.is/midborgarsjodur - Rætt um að fá fulltrúa þaðan á íbúafund í vetur til að ræða öryggi barna, bílastæðamál og fleira.

Lítill tími gafst til að ræða önnur mál, t.d. útvíkkun á akstursbanni hópferðabifreiða, hávaðamengun og fleira.

Fundi slitið kl. 19:00.

Pétur Hafþór Jónsson ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is