ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 11. Janúar 2010

1. Spennistöð O.R. sem framtíðarhúsnæði fyrir félagsstarf barna og unglinga í hverfinu tengt Austurbæjarskóla. Á fundinn mætti Birgitta Bára formaður Foreldrafélags Austurbæjarskóla, en hún skýrði frá undirbúningi sem hún hefur hún hefur unnið að. Þá minnti formaður á að hafa rætt málið ítrekað í hverfisráði þar sem einnig væri stuðningur. Kári Halldór kom með hugmyndir um að hönnun ljósa og hljóðs gæti verið í samvinnu við Iðnskólann. Stjórnin er einhuga um að fylgja málinu eftir.

2. Kári sagði frá fundi í Hverfisráði þar sem fram kom að niðurskurður á fjámagni til íbúasamtaka væri í vændum. Þá vefst það allmikið fyrir fólki að til stendur að flytja alla starfsemi félagsmiðstöðvar að Borgartúni 8-12 í annað hverfi!!.

3. Kári vakti máls á að undanfarið hafa flestir brunar verið í timburhúsum í miðborginni. Mun ræða málið nánar við slökkvistjóra og greina stjórn frá.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is