ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 9. júní 2022

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2022-2023.

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 9. júní 2022 kl. 17:00 í Spennistöðinni. Mætt: Sigrún Tryggvadóttir formaður, Ásdís Káradóttir, Birna Eggertsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Holberg Másson, Margrét Einarsdóttir, Matthildur Skúladóttir, Óttarr Makuch og Pétur Hafþór Jónsson.

1. Fundur Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 25. maí sl.
Á fundi ráðsins var staðfest að ÍMR héldu 750 þús. kr. sem samtökunum hafi verið úthlutað á fyrra ári. Formaður kynnti að á fundi ráðsins hefði hún lagt fram ályktun frá aðalfundi ÍMR vegna hávaða í miðborginni ásamt fyrirspurn um aðgengi íbúa að húsnæði sínu við göngugötur. Sjá fundargerð ráðsins.

2. Fundur samstarfshóps um málefni Miðborgar 17. maí sl.
Fram kom að ÍMR ætti fastan fulltrúa í hópum. Á umræddum fundi kynnti formaður ÍMR hvaða mál eru nú efst á lista um það sem þarf að breyta hjá borginni (stemma stigu við hávaða á nóttunni og bæta aðgengismál íbúa við göngugötur að heimilum sínum). Sjá fundargerð samstarfshópsins.

3. Sambýlið Við næturlífið – vinnuhópur
Í hópnum sem vinnur að skipulagningu málþings um vandamál vegna hávaða í miðborginni eru Birna, Óttarr og Matthildur. Óttarr geindi frá að fimm manns mundu verða í pallborði. Væntanleg væru það lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sérfræðingur í svefnvenjum, aðili frá borginni, fulltrúi frá hótelum á svæðinu og aðili úr veitingageiranum sem telur að ekki eigi að breyta opnunartíma veitingahúsa. Holberg lagði til að fjalla væri um málið sem hávaðamengun, fremur en vandamál vegna hávaða. Umræður skiluðu ekki niðurstöðu um hvort hugtakið bæri að nota. Stefnt er að því að halda málþingið í Ráðhúsinu í september.

4. Fjórði varamaður í stjórn
Samkvæmt lögum félagsins skulu varamenn stjórnar vera fjórir. Vegna mistaka láðist að kjósa þann fjórða á síðasta aðalfundi. Samþykkt að kalla til Bjarna Agnarsson til að fylla það skarð.

5. Útreikningur brunabótamats eldri húsa
Guðrún Erla óskað eftir umræðu um að brunabótamat eldri húsa væri í engu samræmi við raunkostnað við endurbyggingu. Samþykkt að fresta umræðu um málið til haustsins.

5. Önnur mál
Síðsumarhátíð: Komið er í ljós að fé er til að halda hátíð og því ekkert að vanbúnaði að hefja undirbúning. Pétur, Holberg og Margrét tóku það að sér. Ákveðið að stefna að hátíðinni laugardaginn 27. ágúst.

Fundi slitið kl. 18:00.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is