ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. nóvember 2018

Fyrsti fundu nýrar stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar haldin í Austurbæjarskóla 8. nóvember 2018 kl. 20. Mætt: Aðalsteinn Jörundsson, Benóný Ægisson, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Janusdóttir og Ragnhildur Zoega.

1. Stjórn skiptir með sér verkum: Ragnhildur Zoega varaformaður, Guðrún Erla Geirsdóttir ritari, Guðrún Janusdóttir gjaldkeri.

2. Fundartími. Ákveðið að fundir stjórnar væru fyrsti þriðjudag í mánuði kl. 18 eða 20.

3. Heil brú - íbúafundir: Samþykkt að stefna á íbúafundi/málþing í Spennistöðinni einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Til þess þarf fast fjármagn frá borginni, sem ekki er í hendi. Formaður Benóný Ægisson kynnti að enn stæðu yfir breytingar á Spennustöðinni - væntanleg verk lok 18. desember n.k.

Þingmenn á málþing. Önnur tilraun hefur verið gerð til að fá þingmenn kjördæmisins (Reykjavík norður) til að mæta á málþing á vegum Íbúasamtaka Miðborgar. Formaður hafði samband við þingmennina og nokkrir þeirra svöruðu. Kvöldfundur virðist vera hepppilegastur - stefnt á þriðjudagskvöld í kjördæmaviku.

Umferðmál. Ákveðið að stefna á málþing í mars um umferða- og umhverfismál s.s. gönguleiðir barna í skóla, lýsingu á skólaleiðum, bílastæðavanda, bílaumferð um hverfið og lélega aðstöðu á biðstöðum ferðamanna. Til málþingsins verði boðið embættis- og stjórnmálamönnum sem hafa með málin að gera hjá borginni. Undir þessum lið var rætt um bréf Vilborgar Halldórsdóttur um bílastæðavanda.

Sambýli við ferðaþjónustu. Ákveðið að stefna á málþing í apríl eða maí um sambýli íbúa við ferðaþjónustuna. Fá fulltrúa sýslumanns, til að ræða um aðgerðir í málefnum Airbnb og ólöglegra gistiheimila, og fulltrúa frá borginni og etv lögreglu.

Eitthvað annað. Rætt um að frábært væri að skipuleggja viðburði fyrir íbúa hverfisins t.d. opnið hús/kvöld í Einarssafni og/eða Safnahúsinu, gönguferð að skoða listverkin í miðborginni.

Hugarflug. Á næsta fundi væri skipst á skoðunum um innihald og fyrirkomulag málþings um umferða- og umhverfismál og annað sem fjalla á um á íbúafundum vetrarins.

4. Umhverfisgöngur. Formaður kynnti hvernig staðið hefði verið að umhverfisgöngu númer 2. Gengið um Bergþórugötu, Njálsgötu, Grettisgötu og öskutunnustígar samsíða þeim götum, ásamt Snorrabraut og Barónstíg á milli þessara gatna.

5. Hverfisráð. Formaður sagði frá fundi um Hverfisráð borgarinnar sem nýlega var á Kjarvalsstöðum: Íbúar geta sent til borgarinnar tillögur að fyrirkomulag í framtíðinni.

6. Önnur mál. Plast í verslunum - er möguleiki að ná samstöðu meðal íbúa hverfisins um að taka vörur úr plasti og skilja eftir í verslunum?

Að lokum var farið yfir í Spennistöðina. Fundarmenn dáðust að framkvæmdunum - sem væru til mikilla bóta.

Fundi slitið kl 21.40
Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is