ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. september 2020

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 08.09.2020 kl. 20.00 í Iðnó.

Mætt: Benóný Ægisson (formaður), Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Janusdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir og Ragnhildur Zoega.

Dagskrá:

1. Aðalfundur og stjórnarkjör. Stefnt er á aðalfund að kvöldi fimtudagsins 15. október. Vegna kóvid má ekki funda í Spennistöðinni og því þarf að finna annað húsnæði sem gefur möguleika á að gestir haldi 1 meters regluna. Formaður, Benóní Ægisson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir sem nú ljúka kjörtímabili sínu eru Guðrún Erla Geirsdóttir (ritari), Guðrún Janusdóttir (gjaldkeri), Kári Sölmundarson, Ragnhildur Zoega (varaformaður) og Vilborg Halldórsdóttir. Fram kom að Guðrún Erla og Ragnhildur hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

2. Íbúaráð. Næsti fundur Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða verður haldin 22. sept n.k. Samþykkt að núverandi formaður haldi sæti sínu í Íbúaráðinu til áramóta, þrátt fyrir að nýr formaður verði kosinn á aðalfundi í október.

3. Síðsumarhátíð og Heil brú, staðan í Spennistöðinni. Þar sem ekki er heimilt að halda fundi í Spennistöðinni (vegna kóvid reglna) þarf að bíða með ákvarðanir um þessar fyrirhuguðu uppákomur haustsins.

4. Leiksvæði og almannarými, framhald verkefnis. Formaður mun halda áfram að vinna því brautargengi innan Íbúaráðsins og annarstaðar í borgarkerfinu að gerðar verði endurbætur á leiksvæðum barna í hverfinu og að nýjum svæðum, sérstaklega ætluðum yngri börnum, verði bætt við. Fram kom að lítið samræmi væri í merkingum göngubrauta í borginni. Á því þyrfti að ráða bóta á skipulegan hátt

5. Fréttabréf ÍMR. Hverfisblaðið kemur út 30 sept. með því mun fylgja fjögra síðna viðauki (,,kálfur”) þar sem eingöngu verður efni frá Íbúasamtökunum, líkt og á síðasta ári. Formaður tekur að sér að halda utanum það mál.

6. Öryggi skólabarna í umferðinni. Samþykkt að fara fram á það við borgina að kortleggja gönguleiðir barna í Austurbæjarskóla. Markmiðið er að fá borgina til að gera/merkja göngubrautir yfir fjölförnustu göturnar og setja upp lýsingu við þær.

7. Bílastæðasjóður. Vandamál vegna bílaleigubíla íbúa. Formaður tekur að sér að ræða við formann Skipulags- og samgönguráðs borgarinnar um að þeir íbúar hverfisins sem eru með bíla í langtímaleigu geti fengið bílastæðakort, en ekki aðeins þeir íbúar sem eiga bíla.

Fundi slitið kl 21.10

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is