ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. febrúar 2010

Á fundinn voru mætt að Klapparstíg 1a, kl. 17.30: Magnús Skúlason, Kári Halldór, Benóný Ægisson, Bryndís Jónsdóttir, Hlín Gunnarsdóttir, Guðrún Janusdóttir.

1. Bílastæðamál íbúa. · Þau mál verða tekin fyrir á fundi miðbæjarráðs á miðvikudaginn í næstu viku. Svo við þurfum að koma frá okkur bréfi sem Benóný samdi og var samþykkt á fundinum. Magnús leiðrétti lítillega og áframsendi. Benóný ætlar á fundinn hjá miðbæjarráði . Í bréfinu kemur fram óánægja íbúa með að gjaldið á bílastæðakortum hækkar um helming og svæðin minnka úr 3 í 8 svæði.

2. Heilsuverndarstöðin. · Rætt um að breyta henni í hótel og spilavíti. Ekkert í deiliskipulagi kemur í veg fyrir að þarna megi vera hótel. Rætt um að byggingin er sérteiknuð sem heilsuverndarstöð, svo fólk er ekki sátt við breytingar. Sjúkrahótel vantar í borginni svo því er ekki hægt að halda í þetta hús sem slíkt. Inn á deiliskipulagi er gert ráð fyrir viðbyggingu. Þetta þarf að vinna frekar og koma með einhverjar tillögur. Álftavatn er að biðja um breytingu og er í eigu Icelandair. Þessu þarf að fylgjast með og álykta eitthvað varðandi það. Þetta verður kannað og rætt betur á næsta fundi eftir 2 vikur.

3. Nefnd Júlíusar Vífils. · Nefndin hefur enn ekki skilað neinu. Ganga á fund borgarstýru vegna opnunartíma og hávaðamála. Hægt að koma þessu að fyrir kosningar. Vertar virðast hafa slakað á í sinni framgöngu, kannski vegna þess að það kreppir að. Hvar stendur endurskoðun þróunarstarfs miðborgar. Bíða eftir fundi miðvikudagsins hjá Hverfisráði og sjá hvað kemur út úr þeim fundi og skoða okkar afstöðu í framhaldi af því.

4. Auð hús og dagsektarmál. · Koma 61. Grein um dagsektir í not. Þannig að við fáum húsin eða húsafriðunarnefnd til baka frá Verktökum og Bönkum. Þannig að fólk geti fengið húsin til að gera þau upp eftir ströngum skilyrðum. Ef það gengur ekki upp að þetta gangi til baka og aðrir geti tekið við. Húsin á Bergstaðastræti 16 og 20 eru í sömu stöðu, eins húsin sem kviknað hefur í. Kári býr til bréf sem sendist til borgarinnar, Slökkviliðsstjóra og Lögreglustjóra. Hverjar eru brunavarnarreglur þegar húsum er skipt upp í minni einingar. Hverning eru reglur tryggingafélaga, ætla þeir að setja einhverjar reglur og fylgjast með öryggisreglum og að það sé eitthvað lámark á eldvarnarkröfum. Engin reglugerð til um að íbúðir í útleigu þurfi að standa undir öryggisreglum. Magnús ætlar að kynna sér dagsektarmál betur og það verður rætt á næsta fundi okkar.

5. Hverfisráðsfundurinn, ánægja með hann. Margt unnist á síðasta ári, en betur má ef duga skal.

6. Rætt var um að fá fund með nýrri stjórn Húsafriðunarnefndar.

Fundi slitið kl 18.49

Fundargerð Bryndís Jónsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is