ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 8. janúar 2019Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar haldin 8. janúar 2019, kl. 20 að Skólavörðustíg 4 c. Mætt eru Benóný, Guðrún Erla, Ragnhildur, Aðalsteinn, Einar og Kári. 1. Formaður kynnir að samkvæmt því sem best sé vitað hafi áramótin á Holtinu farið vel fram. 3. Kynnt var að verið sé að gera almenningsgarð við Þingholtsstrætið, sunnan við Farsóttarhúsið. Tvö garð laus hús við Grundarstíg fá n.k. bakinngang inn í garðinn. 4. Akstur með ferðamenn. Kynnt hefur verið að í lögreglusamþykkt verði sett hvar ferðamannarútur megi stoppa í miðbænum til að taka farþega. Nú eru það einungis tilmæli frá borginni. 6. Rætt um opnunartíma vetingahúsa, bara og skemmtistaða í íbúðabyggð og blandaðri byggð. Opnunartími í miðborginn til kl 4.30 (eins og nú er um helgar) er ekki í samræmi við þá réttlætiskröfu að íbúar og hótelgestir í nágrenni við staðina fá eðlilegan nætursvefn. E.t.v. væri lausn að finna í því að skilgreindir væru sérstakir staðir í borginn (t.d Grandinn, Borgartúnið) fyrir ,,næturklúbba” og stytta opnunartíma í öðrum hverfum t.d. til þess tíma sem áður var þ.e. kl 3. Formanni falið að taka málið upp á fundi Miðborgarstjórnar. Fundi slitið kl 21.35 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |