ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. apríl 2022

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 7. apríl 2022 kl. 20 að Vesturgötu 3.

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir varaformaður, Ásdís Káradóttir, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson.

1. Skipulagninga aðalfundar ÍSM
Fundurinn verður fimmtudaginn 28. apríl kl 20 í Spennistöðinni. Kjósa þarf 2 aðalmenn og 4 varamenn í stjórn. Sigrún varaformaður og Guðrún ritari munu vinna drög að skýrslu stjórnar. Auglýsa þarf fundinn með 2 vikna fyrirvara. Ákveðið að vera með litla auglýsingu í Miðborgarblaðinu sem og að kynna fundinn vel á vefmiðlum, t.d. Íbúar í Miðborg, Þingholtum og nágrenni. Sigrún tekur að sér að útvega harmonikkuleikara án endurgjalds og einnig verður ljóðalestur. Ákveðið að hittast til skipulagningar fundarins mánudaginn 25. apríl kl. 20 að Grundarstíg 4. Ákveðið að reyna að fá að hengja upp auglýsingar um aðalfundinn í Sundhöllinni, Vitatorgi, Austurbæjarskóla, leikskólunum í hverfinu, Bónus og Kron. Sigrún og Einar taka að sér að hafa samband við Samfélagið á RÚV til að fá viðtal um fundinn. Margrét gjaldkeri ÍSM mun hafa formlegt samband við lögfræðing hjá borginni og athuga hvort nota megi styrk frá í fyrra ári á þessu almannaksári.

2. Hávaði frá skemmtanahaldi í  Miðbænum
Erindi barst frá “óformlegum hópi sem búa í hættulegri nálægð við hávaðasömustu krár og skemmtistaði í miðbænum”. Staðið hefur til að ÍSM haldi málþing um sambýlið við skemmtistaðina í Miðborginni en sökum takmarka vegna kóvid-faraldursins hefur það ekki komið til framkvæmda. Nú þegar aftur er orðið heimilt að halda fundi er staðan að sú að ekki er vitað hvort borgin gerir kröfu um að skil því fé sem samtökunum var veitt á síðasta ári til að halda málþing og skemmtanir, s.s. vorhátíð. Gjaldkeri samtakanna tók að sér að hafa formlegt samband við lögfræðing hjá borginni og fá úr því skorið hvort skila þurfi fénu eða hvor nýta má það á þessu almannaksári. Samþykkt að ef heimild fæst til að nýta féð á þessu ári muni málþing/fundur um þetta mál verða settur í forgang. 

3. Önnur mál
Rætt um að í kynningu borgarstjóra á opnum hverfafundi fyrir íbúa Miðborgar 6. apríl sl. hafi ýmislegt jákvætt komið fram sem telja má að sé að þakka baráttu ÍSM fyrir bættu hverfi, s.s. að lækkun umferðarhraða í nokkrum götum hverfisins og að borgin mun vinna að því að minnka enn frekar akstur langferðabíla í hverfinu.

Fundi slitið kl. 21:15.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is