ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 6. nóvember 2023Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 6. nóvember 2023 Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Birna Eggertsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Bjarni Agnarsson, Guðmundur Ólafsson og Pétur Hafþór Jónsson.Fj arverandi: Holberg Másson, Guðjón Óskarsson og Sindri Freyr Ásgeirsson. 1. MÁLEFNI UM SORP Líkt og áður hefur komið fram á stjórnarfundum, standa gamlar og illa útlítandi sorptunnur víða á lóðamörkum, oft yfirfullar af rusli og setja ljótan svip á borgarmyndina. Innan ÍMR hefur oft verið rætt um möguleikann á að losna við ruslatunnur af húsalóðum, en koma í staðinn upp aðstöðu fyrir sameiginlega ruslasöfnun. Margrét Einarsdóttir hefur fyrir hönd íbúasamtakanna fylgt málinu eftir innan borgarkerfisins. Borghildur Sölvey Sturludóttir, deildastjóri deiliskipulags hjá embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur tjáði henni í samtali, að málið væri í vinnslu. Það væri mjög flókið með tilliti til eignaréttar, þar sem sumt væri á borgarlandi og annað á eignarlóðum. Að sögn Margrétar kannast deildarstjórinn ekki við, að fækka ætti grenndargámum. Guðmundur Ólafsson skaut inn í umræðuna, að breyta ætti hlutverki grenndargáma, okkar hverfi verði óbreytt að sinni amk. Guðmundur lagði ennfremur fram tillögu um að æskilegt sé að fækka tunnum í miðborginni og að íbúar hafi val um hvort þeir noti sorptunnur eða grenndargáma undir plast og pappír. Margrét lagði til, að íbúasamtökin bæðu í tölvupósti um meiri upplýsingar, væru höfð með í ráðum og þökkuðu fyrir að vera haldið vel upplýstum. Stjórn íbúasamtakanna hafi áhyggjur og sjái ekki, að hægt sé að fjarlægja pappírs- og plastgáma í hverfinu. 2. BÍLASTÆÐAMÁLIÐ Að sögn Sigrúnar Tryggvadóttur var fjallað um málið á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í óformlegri umræðu um hverfið. Málið verður tekið upp á næsta fundi íbúaráðs. Nokkrar umræður urðu, m.a. íbúakortin, kostnað við notkun bílastæðahúsa og hleðsluskilyrði fyrir rafmagnsbíla. 3. FUNDUR MEÐ ÍBÚUM Í HVERFINU Samþykkt að boða til opins fundar fyrir íbúa, þar sem m.a. yrði rætt um öryggi barna í umferðinni, rútur, rafskutlur, öruggar hjóla- og gönguleiðir, hámarkshraða, sorphirðu, veggjakrot og frá skemmtistöðum. Stefnt á fund um miðjan janúar svo hægt verði að boða embættismenn til fundarins með góðum fyrirvara. Rætt um að hafa samband við verkefnastjóra á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, verkefnastjóra deiliskipulags hjá embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur og verkefnastjóra/fulltrúa hjá Hverfamiðstöðvar Vestur. 4. ÖNNUR MÁL Langvarandi, skert aðgengi og hindranir á götum og gangstéttum er til mikils ama, s.s. í Holtunum og víðar. Það er eins og engin tímamörk séu sett um framkvæmdir og verktakar hafi frítt spil hvað það varðar. Hópur ferðafólks með farangur sinn og afgirtar biðraðir fyrir utan skemmtistaði hindra líka gangandi og hjólandi umferð. Fundi slitið Pétur Hafþór Jónsson ritari |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |