ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 6. september 2016Stjórnarfundur þriðjudaginn 6.september 2016 í Spennistöðinni. Kl.18:00 Mætt Birgitta, Gerla, Guðrún, Ragnhildur, Benni, Hlynur og Einar 1) Farið yfir fundargerð síðasta fundar. Engar athugasemdir. 2) Félaga- og netfangaskrá íbúasamtakanna. Rætt um að Einar (ritari) yfirtaki listann. 3) Fjármál íbúasamtakanna. Formaður sagðist hafa spurt á hverfisráðsfundi um styrk en hann hefur ekki skilað sér, hvorki 2015 eða 2016. Form. ætlar að fylgja málinu eftir. Félagið hefur nú til ráðstöfunar (skv. upplýsingum frá Guðrúnu) 170.090 kr. 4) Erindi íbúanna á Grettisgötu 3 -5. Félagið bauð aðstoð en hefur ekki tök á að beita sér frekar í málinu. 5) Formaður kynnti verkefnið „Heil brú – Sköpum, ræðum og leikum saman.“ Fengum styrk frá forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar. Meiningin að gera ýmislegt annan hvern laugardag til áramóta. Smiðjur og málþing í Spennistöðinni - félags- og menningarmiðstöð miðborgar á laugardögum á haustönn. Ætlað öllum íbúum í miðborginni, óháð aldri, uppruna og skoðunum. Gert í samvinnu við Kamp og fleiri. 10. september leikjadagur. 24. september „ræðum saman“ málþing um miðborgina – íbúar hafa orðið. Rætt um sambýlið við ferðaþjónustuna. Og 8. október „Sköpum og leikum okkur saman“ Vinir og nágrannar Dóra. Blúsfrömuðurinn Halldór Bragason leiðir blús-smiðju. „Takið með ykkur hljóðfæri og blúsið eins og þið eigið lífið að leysa.“ Miðað við að þetta standi frá kl. 13:00 – 15:00. Talsverðar umræður urðu um væntanlegt málþing 24.sept. Æskilegt að fá borgarstjóra eða formann borgarráðs á staðinn. Formaður miðborgarstofu mætir. Hvað með fulltrúa frá stjórnstöð ferðamála? Vantar landvörð í Reykjavík? Þarf að friða íbúana? Miðborgin er stærsti áningarstaður ferðamanna. 6) Erindi Jakobs Magnússonar. Tölvusamskipti Ragnhildar Zoëga og Jakobs. Geta miðborgarsamtökin haft áhrif á dreifingu verslana og þjónustu? Ákveðið að senda borgarstjóra bréf (afrit til fleiri) þar sem lýst er yfir áhyggjum af vaxandi einsleitni verslunar í miðborginni. 7) Hótel og gistihús í miðborginni. Form. sendi borginni bréf og óskaði eftir því að fá yfirlit yfir öll hótel, hótelíbúðir og annað skráð gistirými í okkar hverfi. Óskað var eftir lista yfir þau gistirými sem þegar væru komin og þau sem væru fyrirhuguð. Ákveðið að ítreka bréfið, enda svar frá Erni Sigurðssyni lögfræðingi (skrifstofustjóra sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar) ófullnægjandi. 8) Veggjakrot – verkefni lögreglu og þjónustumiðstöðvar við Barónsstíg kynnt. 9) Nágrannavarsla? Verður tekið fyrir á næsta hverfisráðsfundi. Lítið um þetta í okkar hverfi. Að auki var rætt um að gott væri að gera dreifibréf sem hægt væri að afhenda fyrirtækjum í miðbænum þar sem forsvarsmenn þeirra væru hvattir til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einnig var rætt um þá óheppilegu venju þeirra sem taka að sér að þrífa verslanir og skemmtistaði eftir lokun að stilla hljómflutningstæki á hæsta styrk á meðan á þrifum stendur. Fleira gerðist ekki. Fundi slitið. EÖTH
|
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |