ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 6. ágúst 2008

Fundargerð Íbúasamtaka miðborgarinnar, í Reykjavík.

Fundur settur kl. 17. Mættir: Gylfi, Magnús, Kári Halldór, Eva María, Hlín, Sigtryggur. Einnig Gísli, frá Íbúasamtökum Vesturbæjar

Fundur hefst á því að rætt er um sameiginlega hagsmuni Mið- og Vestubæjar varðandi skipulagsmál.

Gísli vill huga að Laugaveginum með Íbúasamtökum miðborgar og þó ekki síður slippasvæðinu. Þetta sé á mærum samtakanna og mikilvægt skipulagsatriði.

Magnús Skúlason gerir grein fyrir mögulegu samstarfi. Rætt er um stórgerðar byggingar við höfnina og mögulega endurskoðun. Rætt er um hvernig sé hægt að koma athugasemdum á framfæri og telur Magnús að það sé hafnarstjórn sem taki við ábendingum.

Rætt um hverfisvernd og sameiginlega hagsmuni hverfanna í því tilliti.

Magnús og Gísli taka að sér að móta áskorun.

Gísli víkur af fundi.

Rætt um skipulagsmál í kringum boðaðan Listaháskóla.

Rætt um að kanna hug félagsmanna varðandi starfsemi íbúasamtaka. Möguleiki á að spyrja félagsmenn í fjölpósti eða nálgast þá eftir dýrari leiðum með aðstoð könnunarfyrirtækis.

Gylfi leggur fram tillögur um breytingar á lögum íbúasamtaka miðbogar (sjá fylgiskjöl). Seinni umræða á stjórnarfundi.

Rætt um heimasíðu, hýsingu og þess háttar. Fundarmenn sammála um að heimasíða sé mikilvægur vettvangur. Ákveðið að athuga með hýsingu. Rætt um mismunandi leiðir varðandi síðuna, ein þeirra að nemendur úr Iðnskólanum þrói heimasíðu. Eva María tekur að sér að búa til bréf til skólastjórnenda.

Talað um fjölpóst til að senda á félagsmenn þar sem þeir eru meðal annars hvattir til að gefa sig fram við skipuleggjendur Menningarnætur og taka þátt. Meðal efnis væri einnig hvatning um útisundlaug í miðborginni og tímasetning á aðalfundi 18. október.

Kári Halldór segir frá setu sinni í samráðshópi miðborgarinnar sem hittist á mánudögum. Telur hann að þeir skili góðum árangri. Kári Halldór reifar umræður um vandann í miðborginni, s.s. reykingabannið og að meira tillit sé tekið til viðskiptahagsmuna en íbúahagsmuna. Fundarmenn sammála um að koma þurfi til hugarfarsbreyting í menningu miðborgarinnar. Fundarmenn leggja fram bókun:

Stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar fagnar því frumkvæði sem borgarstjóri hefur sýnt með því að stofna sérstakan samráðsvettvang með hagsmunaaðilum í miðborginni, sérstaklega hvað varðar skemmtanahald og næturlíf.

Stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar fer fram á við borgaryfirvöld að mótuð verði áætlun um að breyta næturlífinu í miðborg Reykjavíkur með tilliti til þess að um íbúahverfi er að ræða. Stjórnin leggur til að borgin setji sér langtímamarkmið varðandi opnunartíma skemmtistaða með það að markmiði að næturklúbbar verði staðsettir utan íbúasvæða borgarinnar, á iðnaðarsvæðum eins og tíðkast í erlendum borgum.

Magnús Skúlason leggur fram tillögu að bókun:

Stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar fagnar þeirri stefnu borgaryfirvalda að varðveita eftir því sem kostur er núverandi götumynd Laugarvegarins. Þá fagnar stjornin þeirri ákvörðun að Listaháskóli Íslands komi í miðborgina. Stjórnin telur hins vegar framkomna verðlaunatillögu óheppilega þar sem hún gerir ráð fyrir niðurrifi tveggja húsa við Laugaveg ásamt því að útlit tillögu stingur verulega í stúf við götumynd Laugavegar og gengur því gegn yfirlýstri stefnu borgaryfirvalda sem er varðveisla.

Fundi slitið.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is