ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 5. júlí 2023Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 5. júlí 2023 kl. 17:00 Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Margrét Einarsdóttir, Birna Eggertsdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Guðjón Óskarsson. Forföll boðuðu: Guðmundur Ólafsson og Pétur Hafþór Jónsson. Fjarverandi: Holberg Másson og Sindri Freyr Ásgeirsson. Boðað var til fundar vegna breytinga á bílastæðamálum hjá Reykjavíkurborg. Ákveðið hefur verið að hækka gjöld á gjaldsvæði P1 um 40% og takmarka hámarkstíma sem leggja má í stæði í 3 tíma í senn. Frést hefur að á öllum gjaldsvæðum standi til að taka upp gjaldskyldu til kl. 21 á kvöldin og einnig að taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Fundarmenn voru sammála að hér væri um aðgerð sem mótmæla yrði frá ýmsum sjónarhornum: Óheyrileg hækkun á gjöldum og lenging gjaldskyldu sem mundi gera íbúum og gestum þeirra erfitt fyrir. Ekki væri ljóst af hverju ráðist væri í þessar aðgerðir nú. Ekkert samráð var haft við íbúa um þessa ráðagerð. Samþykkt var að semja ályktun sem send yrði fjölmiðlum og Íbúaráði Miðborgar og Hlíða. Sorphirða: Niðurstaða fundarins á skrifstofu umhverfisgæða (sjá fundargerðir 15.05 og 05.06.) var að ÍMR myndi senda inn formlegt erindi um að lausnir yrðu fundnar fyrir sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir/reiti í miðborg Reykjavíkur. Slíkt erindi var sent til Borghildar Sölveyjar Sturludóttur á skipulagssviði Reykjavíkurborgar (og Guðmundar B. Friðrikssonar í cc.) þann 28. júní. Fundi slitið kl. 18:30. Bjarni A. Agnarsson |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |