ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 5. júní 2023Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 5. júní 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni. Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Birna Eggertsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson, Guðmundur Ólafsson og Guðjón Óskarsson. Boðuð forföll: Bjarni Agnarsson og Holberg Másson. Fjarverandi: Sindri Freyr Ásgeirsson. 1. KLESSULAUST 101 R Sjá einnig: https://ruv.is/frettir/innlent/2020-09-25-markmidid -er-tyggjolaus-101-reykjavik Hagnaður af verkefninu rennur til Umhyggju, félags langveikra barna. 2. REKSTUR ÍBÚASAMTAKANNA Rekstrarstyrkur frá borginni til ÍMR er kr. 100.000, en var áður kr. 200.000. 3. SORPHIRÐA Margrét Einarsdóttir lét vita af því, að hún hefði fengið fund þann 9. júní með Guðmundi Benedikt Friðrikssyni, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða til að taka upp fyrri viðræður við borgina um djúpgáma/sameiginlegar sorphirðulausnir. Samþykkt var að Birna færi með Margréti á fundinn. Því var varpað fram, hvort hægt væri að fá einhverja þaðan á stjórnarfund með haustinu. 4. ÖNNUR MÁL Þeirri hugmynd var varpað fram, að halda íbúahátíð einu sinni á ári, þar sem íbúar tækju sig saman og færu út á sína götu til að gera eitthvað saman. Þetta yrði dagur fyrir íbúa til þess að sýna m.a. hversu margir íbúar eru í hverfinu. Stungið upp á því, að fá verkefnastjóra miðborgarmála á fund. Einnig stungið upp á því að taka myndir af hlutum, sem eru ekki í lagi í hverfinu og koma upplýsingum áleiðis til réttra aðila, t.d. á ábendingarvef Reykjavíkurborgar. Fundi slitið kl. 18:30. Pétur Hafþór Jónsson ritari |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |