ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 5. mars 2019

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar í Spennistöðinnni 5. mars 2019 kl. 20.00. Mætt: Aðalsteinn Jörundsson, Benóný Ægisson, Einar Thoralcius, Guðrún Erla Geirsdóttir, og Vilborg Halldórsdóttir.

Dagskrá:

1. Opið hús í Spennistöðinni 9. mars kl 13 – 15: Kynna á viðburðinum í þeim ,,grúppum” íbúa sem eru á fésbókinni og á Mentor í gegnum foreldrafélag Austurbæjarskóla og etv í leikskólum hverfisins. Boðið verður upp á kaffi og djús. Formaður gerir grein fyrir hugmyndum sínum um að stjórnin kynni gestum Íbúasamtökin og óski eftir hugmyndum frá íbúum um hvernig starfið verður næstu mánuðina og hvernig megi nýta Félags- og menningarmiðstöðina/íbúahúsið Spennistöðina. Ákveðið að vinna að því að tekin verði saman ,,tímalína” um hverju íbúasamtökin/íbúar hafa fengið áorkað í hvefinu (afrekalisti íbúa).

2. Málþing um sambýlið við ferðaþjónustuna 13. apríl: Ákveðið að færa þingið til 6. apríl ef möguleiki er. Umræða um hvaða aðila frá ferðaþjónustunni ætti að óska eftir að fá á fundinn. Samþykkt að reyna að fá borgaritara á fundinn og upplýsingar frá sýslumannsembættinu um framfylgd laga um skammtímaleigu - svo kallað Airbnb.

3. Fundur með stjórnum Íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíðar, Holt og Norðurmýri) og Íbúasamtaka Veturbæjar. Ákvörðun um fundartíma frestað til næsta fundar stjórnarinnar.

4. Önnur mál: Rætt um loftmengun í miðborginni og hvort/hvernig íbúasamtökin geti komið að því máli.

Fundi slitið kl 21.20.

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is