ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 5. febrúar 2019

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar í Spennistöðinnni 5. febrúar 2019 kl. 20.00. Mætt: Aðalsteinn Jörundsson, Benóný Ægisson, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Kári Sölmundarson og Vilborg Halldórsdóttir.
Dagskrá:

1. Málþing með þingmönnu Reykjavíkur norður: Málþing er fyrirhugað þriðjudaginn 12. febrúar kl 20. Ekki er búið að afhenda Spennistöðina formlega og því ákveðið að halda málþingið í Ráðhúsinu. Eftirtaldir flokkar hafa boðað að þeir sendi þingmenn eða varaþingmenn: Viðreisn, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin. Kári Sölmundarson tekur að sér að ýta á eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn sendi annað hvort þingmenn eða varamenn þeirra. Sama fyrirkomulag verður og á framboðsfundi Íbúasamtakanna s.l. vor. Hljóðupptaka verður gerð, sem síðar verður aðgengileg á netsíðu Íbúasamtakanna. Formaður tekur að sér að kynna málþingið og stjórna því.

2. Starf Íbúasamtaka Miðborgar í Spennistöðinni: Stjórnin mun halda mánaðarlega stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði. Auk þess að standa fyrir málþingum, uppkomum og smiðjum, að jafnaði annan laugardag í mánuði, nema yfir sumartímann. Fyrirhugað er að marsfundurinn verði um ferðaþjónustuna í hvefinu og með ferðþjónustuaðilum.

3. Fundur með Íbúasamtökum 3. hverfis: Erindi hefur borist frá 3. hverfi (Hlíðar, Holt og Norðurmýri) um að halda sameiginlegan fund. Samþykkt að formaður taki að sér að ræða við formenn félaganna og bæta við Íbúsamtökum Vesturbæjar.

4. Samgöngur: Formaður kynnti að í samgönguáætlun komi fram að Reykjaíkurflugvöllur eigi að verða ,,varaflugvöllur,,. Samþykkt að formaður sendi Samgöngunefnd Alþingis bréf og fara fram að Íbúasamtökin verði meðal umsagnaraðila um áætlunina

5. Önnur mál: Bréf barst frá íbúa sem kvartar sökum þess að það komi fyrir að í Bónus á Laugavegi sé ekki neinn starfsmaður sem tala íslensku sem og lélegu vöruúrvali. Formaður tekur að sér að senda versluninni bréf.

Fundi slitið kl 21.15

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is