ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 5. janúar 2009

Þann 5. janúar 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Gylfi, Halla, Benóný, Kári Halldór, Magnús, Kristinn og Lilja

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Skipulag Slippareitsins. Lesið er yfir samþykktina um Slippareitinn og henni breytt lítillega. Samþykktin er þá tilbúin ef Íbúasamtök Vesturbæjar gera ekki athugasemdir.

2. Snjómokstur og gatnahreinsum. Magnús sýnir myndir þar sem miðbærinn er á kafi í snjó og götur hafa verið ruddar upp á stétt svo gangandi vegfarendur neyðast til að ganga á götunni. Rætt er um að snjómokstur og söltun gatna sé ómarkviss og illa skipulögð í miðbænum, þá er gatnahreinsun einnig ábótavant og sóðaskapur eftir flugelda er ekki þrifinn upp á þessum árstíma.

3. Umræður um ýmis mál.

Halla segir frá því að hún er algjörlega búin að missa þolinmæðina gagnvart skemmtistöðum í kring um sig, hávaðinn er mikill á Laugaveginum og Hverfisgötu um helgar, langt fram eftir nóttu. Rætt er um að skora á Reykjavíkurborg að fylgja eftir reglum um hávaða og opnunartíma skemmtistaða. Þessi mál þykja erfið fyrir nágranna skemmtistaða því hvert sem hringt er þá kannast enginn við að bera ábyrgð og hver vísar á hinn. Ákveðið er að boða á næsta fund fulltrúa kráareigenda, fulltrúa lögreglustjóra og Áslaugu Friðriksdóttur frá Miðborg Reykjavíkur. Magnús og Kári Halldór taka að sér að boða þau á fundinn.

Stuttlega rætt um bílastæðahúsin og hvort þau ættu að vera gjaldskyld eða ókeypis um helgar.

Kári Halldór segir frá íkveikju við Bergstaðastræti 20 um liðna helgi. Kveikt hafði verið í flugeldum við húsið og heppni var að ekki fór verr. Rætt er um að yfirgefin hús séu mjög hættuleg á þessum árstíma þar sem flugeldum er skotið upp daglega og þeir geta skotist inn um brotna glugga ofl. Stefnt er að því að fá Slökkviliðsstjóra á fund sem allra fyrst og ræða þá um auð hús í miðborginni.

Fundi var slitið kl. 18.30.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is