ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 4. september 2018Fundur í stjórn íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur 4. september 2018, haldinn í Iðnó. Mætt: Ragnhildur, Eva, Guðrún, Guðrún Erla, Einar, Birna og Benóný sem ritaði fundargerð 1. Samkomulag SA, ÍMR og Reykjavíkurborgar um rútuakstur. Rætt um að endurskoða þurfi fyrirkomulag rútuaksturs með ferðamenn því tvö fyrirtæki, Airport Direct og Reykjavik Excursions virða ekki samkomulagið og var formanni falið að skrifa bréf til borgarstjóra og fara fram á að málið verði tekið upp að nýju. 2. Spennistöðin og starfsemi ÍMR í henni. Spennistöðin, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar hefur verið lokuð síðan í maí. Til stóð að vinna að viðhaldi í sumar en ekkert hefur verið gert og því fyrirsjáanlegt að Spennistöðin verður lokuð fram eftir vetri sem er afar bagaleg fyrir börn og unglinga hverfisins. Rætt um nauðsyn þess að koma á festu í starfsemi ÍMR í Spennistöðinni en til þess þyrfti fastar árlegar fjárveitingar. 3. Málþing með þingmönnum
Reykjavíkur norður. Þingmönnum í okkar kjördæmi hefur verið boðið til
málþings um málefni miðborgarinnar, til að ræða við íbúana um þau málefni
hverfisins sem að þeim snúa, það er að segja með tilliti til lagasetningar
um skipulagsmál, atvinnumál, velferðarmál og fleira. Málþingið verður
laugardaginn 29. september kl. 13-15 í Tjarnarsal Ráðhússins og verður
svipað fyrirkomulag á því og á framboðsfundi til borgarstjórnar sem
haldinn var í Spennistöðinni s.l. vor. Fyrst kynnir hver flokkur sem á
fulltrúa í kjördæminu stefnu síns flokks í málefnum miðbæjarins, síðan
svara þingmenn undirbúnum fyrirspurnum sem þeir munu geta kynnt sér
fyrirfram og að lokum eru opnar fyrirspurnir úr sal. 5. Ónæði vegna hávaða í miðborginni. Rætt um hávaða frá næturlífi, byggingaframkvæmdum, vélsópum og sorphirðu. 6. Lokanir vegna uppákoma. Margir hafa kvartað yfir lokunum og takmörkunum á bílaumferð um miðbæinn vegna fjöldasamkoma og íþróttamóta. Rætt um nauðsyn þess að vekja athygli á fjölda þessara uppákoma og truflunum sem þeim fylgja og efna til umræðna um hvort ekki megi flytja eitthvað af þeim í önnur hverfi. 7. Aðalfundur ÍMR verður 15. október á efri hæðinni í Iðnó. Úr stjórn eiga að ganga, Guðrún Janusdóttir, Hlín Gunnarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ragnhildur Zoega og Benóný Ægisson og bað formaður ofanrituð um að hugleiða hvort þau vildu gefa kost á sér áfram til stjórnarstarfa. Önnur mál. Rætt var um gönguleiðir við byggingaframkvæmdir sem eru á fáum stöðum til fyrirmyndar og ekki í samræmi við þörf. Fundarmönnum lék forvitni á að vita hversu oft dagssektum væri beitt á þá sem ekki fari að fyrirmælum skipulagsyfirvalda. Fundi slitið kl. 21:30 BÆ |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |