ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. september 2009

Breytingar á deiliskipulagi við Ingólfstorg og Vallarstræti. Samþykkt var að leggjast gegn breytingunum m.a.af eftirfarandi ástæðum.

a. Ekki er ásættanlegt að skerða almenningsrými til hagsbóta fyrir einn einkaeignaraðilja.

b. Þrengt er verulega að húsum við Aðalstræti, einkum nr. 10 sem er elsta hús Reykjavíkur ásamt gamla Kvennaskólanum við Austurvöll með 5 hæða hótelbyggingu.

c. Þá hefur stjórnin uppi efasemdir um fjölgun gistirýma í miborginni.

d. Tónleikasalinn Nasa sem er margrómaður tónleika-og skemmtistaður ber að varðveita á sínum stað og ætti að friða.

e. Húsin Hótel Vík og Aðalstræti 7 ætti að friða á sínum stað sem hluta umgjarðar torgsins.

f. Stjórnin tekur eindregið undir álit teiknistofunnar Glámu-Kím þar sem fram koma mikilvæg rök gegn þessarri breytingartillögu, en þar er m.a. bent á brýna þörf fyrir að endurskoða gildandi deiliskipulag frá 1987 m.a. m.t.t. varðveislu húsa á svæðinu.

Sala bílastæðahúsa til einkaaðila. Stjórnin hefur uppi efasemdir um slík áform. Frestað

Hækkun á fasteignamati á húsum á svæðinu. Afla þarf nánari gagna. Frestað

Haðarstígur, gerð vistgötu. Stjórnin lýsir yfir ánægju með aðgerðina en þykir leitt að Íbúasamtökin hafi ekki verið þar með. Formaður upplýsti að tillaga hans í Hverfisráði um gerð vistgötu Bjarnarstígs og lagfæringar á leikvelli þar hefði hlotið lof og verið samþykkt.

Fundargerð skrifaði Magnús Skúlason.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is