ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 4. ágúst 2020Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 04.08.2020 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Benóný Ægisson (formaður), Guðrún Erla Geirsdóttir, Rangheiður Zoega og Vilborg Halldórsdóttir. 1. Síðsumarhátíð, dagskrá og kynning (Flagga eða fresta?). Sökum kóvid þarf að sjá til - stjórnin mun verða í netsamskiptum. 2. Heil brú til áramóta. Ekki er hægt að taka ákvarðanir sökum kóvid. 3. Leiksvæði. Þar sem borgin sá sér ekki fært að safna upplýsingum um leiksvæði í Miðborginni í sumar tekur formaður Íbúasamtakanna að sér að ljósmynda svæðin og leiktækin. Nýlega tók Guðrún Erla, ritari stjórnar, myndir af leiksvæðum í Berlin (hugsað sem hugmyndabanki). Ákveðið að senda Berlínar-myndirnar ásamt myndum af leiksvæðum í Miðborginni til borgaryfirvalda og hvetja til úrbóta - t.d. með því að nýta meira af lífrænu efni í leiktæki, í stað plasts og járns. Sérstaklega rætt um svæðið efst á Frakkastíg - til að fá meiri birtu þarf að grisja trén til suðurs á svæðinu. Ákveðið að hvetja borgaryfirvöld til að koma á samstarfi við Hönnunardeild Listaháskólans í því augnamiði að nemendur komi með hugmyndir að því hvernig svæðið gæti litið út, s.s. með nýstárlegum leiktækjum úr náttúrulegum efnum. 4. Sumarborgin og hliðarverkanir hennar. Ekki var nægilegt samráð við íbúa og því nokkuð um árekstra t.d. vegna hávaða. Rætt um að opnunartími veitingastaða nú í kóvíd hafi sýnt að hægt er að fá fólk til að mæta fyrr á kvöldin. Stjórnin er sammála um að stytta þurfi opnunartíma veitingastaða. Ákveðið að opnunartíminn verði eitt megin umræðuefni opins fundar sem stjórn Íbúasamtakanna stefnir á að vera með í vetur. 5. Fréttabréf? Ákveðið að reyna að koma út fréttabréfi fyrir aðalfund sem halda á í október. Í fréttabréfinu kæmi m.a. fram hvað hefur áunnist á árinu og hverju er verið að berjast fyrir. 6. Vanrækt hús í hverfinu. Formaður sendi bréf (með myndum af húsunum) 12. júlí s.l. á ýmsa opinbera aðila. Nokkrir þeirra hafa svarað. Heilbrigðiseftirlitið segir þegar nokkur mál er varða slæma umgengni í vinnslu hjá þeim. Önnur hús sem bent sé á í bréfinu munu verða sett í farveg og skoðuð. Einnig er upplýst um að Heilbrigðiseftirlitið og Byggingarfulltrúi hafi haldið fund um erindið með aðkomu embættanna skv. lagalegu hlutverki hvers og eins. 7. Önnur mál. Vilborg lýsti yfir áhuga á að Miðborgin verði í fararbroddi í Reykjavík sem umhverfisvænt hverfi. Hún leggur einnig til að unnið verði að því að leiða saman eldri borgara og yngstu kynslóðina með því að þeir eldri kenni þeim yngri að tálga. Fundi slitið kl 21.10 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |