ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 4. ágúst 2016

Fundur í stjórn íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur haldinn að Skólavörðustíg 4c 4.ágúst 2016.

Fundurinn hófst kl. 17:30

Mætt eru Bemóný, Hlynur, Gunnar, Guðrún, Ragnhildur, Gera og Einar sem ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

1) Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt með smávægilegum breytingum.

2) Á síðasta stjórnarfundi hafði Einari verið falið að semja drög að ályktun um álit umboðsmanns borgarbúa á lögmæti samnings Reykjavíkurborgar/bílastæðasjóðs og samtakanna "Miðborgin okkar" og viðbrögð borgaryfirvalda við álitinu. Drög Einars voru samþykkt og formanni falið að koma ályktuninni á framfæri .

3) Rætt um "hestagerðið" á bak við Fríkirkjuveg 11. Eigandi hússins er búinn að endurnýja húsið. Gerla hefur áhyggjur af því að gerðið nýtist ekki lengur sem boltavöllur og leiksvæði. Við viljum treysta því að hestagerðið nýtist áfram sem boltavöllur og að því verði vel haldið við hér eftir. Samþykkt að senda húseigandanum erindi með þessu efni.

4) Einar kynnti hugmynd Gísla Petersen Óskarssonar um að í framtíðinni flytji birgjar vörur til atvinnufyrirtækja í miðbænum með litlum rafbílum og að borgin útvegi lóð t.d. á hafnarsvæði þar sem hægt sé að reisa skemmu eða tjald. Þangað séu vörurnar fluttar í stórum trukkum og þaðan sé þeim dreift til verslana, veitingastaða og skemmtistaða í litlum rafbifreiðum.

5) Rætt um drög að plaggi sem heitir "Miðborg Reykjavíkur - Stefna og stjórnsýslulegt fyrirkomulag - júní 2016 - Reykjavíkurborg." Þessi drög koma frá stýrihópi um málefni miðborgar sem komið var á fót í febrúar 2015.

Gerla: "Gott plagg, vantar þó tengingu inn í stjórnmálin (ársfjórðungslegir fundir). Þar sem talað er um fundi hálfsmánaðarlega ætti frekar að miða við mánaðarlega fundi. Verkefnastjóra ætti að ráða til þriggja ára í senn."
Guðrún: "Of mikið bákn."
Ragnhildur: "Vafasamt að leggja að jöfnu íbúasamtök miðborgar og Vesturbæjar. Ættu frekar að vera 2 fulltrúar miðbæjarbúa og 1 fulltrúi Vesturbæinga."
Einar: "Gott plagg en vafasamt að stofna til embættis verkefnisstjóra miðborgar nema leggja niður annað embætti á móti. Til dæmis mannréttindafulltrúann sem er óþarft embætti."
Hlynur: "Lítið fjallað almennt um íbúana sjálfa. Einnig þyrfti að skilgreina hverfið betur."
Gunnar: "Nýtt bákn-engin völd. Aukinn kostnaður og viðbót."
Benni: "Mikilvægt að koma að ábyrgð fyrirtækja að þrifa í kringum sig.Mikilvægi íbúa og þáttur íbúa má ekki gleymast. Ekkert rætt um sögu og byggingarlist. Ekki heldur um almenningssamgöngur. Hins vegar minnst á mansal hér og þar sem er skrítið að það rataði þarna inn sem eini glæpurinn sem minnst er á þegar hvergi eru framdir fleiri glæpir og skemmdarverk á Íslandi en í miðborginni.“

Benna falið að semja drög að umsögn.

Fleira gerðist ekki . Fundi slitið kl. 18:45

Einar Örn Thorlacius fundarritari


Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is