ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 3. desember 2019Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 3. des. 2019 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Benóný Ægisson, Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Dagskrá: 1. Fundur Íbúaráðs: Formaður ÍMR Benóný segir frá fyrsta fundi Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Formaður ráðsins er Margrét Norðdal en að auki eru tveir aðrir kjörnir fulltrúar frá borgarstjórn og fulltrúar íbúa - Benóný er fulltrúi íbúasamtaka beggja hverfanna. 2. Nýtt leiðakerfi Strætó: Magnús (fulltrúi ÍMR) greindi frá fundi hjá Vinnuhóp um almenningssamgöngur þar sem hann talaði fyrir litlum vagni sem færi hringleið um Miðborgina, Hlíðar og jafnvel Vesturbæ. Stjórn ÍMR ákvað að formenn hverfanna skrifi Vinnuhóp um almennings samgöngur og fari fram á að áfram verði unnið með hugmynd ÍSM um lítinn vagn. 3. Skammdegisgleði 14. janúar kl 13 til 15: Formaður leggur fram hugmyndir: Skólahljómsveit Austurbæjarskóla, Kári Egilsson, Andri Snær og dans t.d. María Erla Mack eða Salsa Ísland. 4. Fjármál og Hverfissjóður 2019: Fundur Íbúaráðs verður 18. des. Búið er að úthluta um 700 þús. og eftir eru um 2 millj. í potti. Formaður tekur að sér að að sækja um fyrir verkefni Heil brú og almennum rekstrarkostnaði ÍMR. 5. Nágranna og friðarboð: Bréf barst með ósk um samstarf. Samþykkt að auglýsa viðburðinn á síðu ÍMR og kynna framtakið, sem verður í Bólstaðahlíð 43, 12. des. Fundi slitið kl 21.12 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |