ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 2. nóvember 2009Þann 2. nóvember 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Magnús, Benóný, Hlín, Halla og Lilja. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Aðalfundur. Undirbúningur fyrir aðalfund. Magnús mun taka saman skýrslu aðalfundar, Hlín koma auglýsingu um fundarboð á félaga og í Fréttablaðið, Lilja setur saman auglýsingu og punkta fyrir skýrslu og vegna kosninga. 2. Önnur mál. Rætt um sölu bílastæðahúsa, Strætó og almenningssamgöngur. Rætt er um aukningu í veggjakroti í miðbænum undanfarnar vikur, Magnús ætlar að taka upp málið í hverfisráði og Hlín ætlar að hafa samband við Veraldarvini. Magnús segir frá hugmyndum um breytt deiliskipulag fyrir Ingólfstorg. Rætt er um að fá fund fljótlega með Hverfislögreglustjóra og ræða ýmis mál s.s. umferðarhraða í hverfum og hávaðamál. Magnús ætlar að athuga hverjar niðurstöður vinnuhóps um hávaða og skemmtistaði voru. Fundi var slitið kl. 18.40 Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |