ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 2. október 2023

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 2. október 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Guðjón Óskarsson, Guðmundur Ólafsson, Bjarni Agnarsson, Pétur Hafþór Jónsson og Birna Eggertsdóttir. Forföll boðaði: Margrét Einarsdóttir. Fjarverandi: Holberg Másson og Sindri Freyr Ásgeirsson.

1. HEIMASÍÐA ÍBÚASAMTAKANNA

Enn á eftir að setja síðustu fundargerðir inn á heimasíðuna vegna tæknilegra byrjunarörðugleika nýrrar stjórnar. Stjórninni hefur verið ráðlagt að nota wordpress, sem er notendavænna tölvuumhverfi en það sem hingað til hefur verið notað. Samþykkt að leita tilboða í það verk. Vilji er til að nota facebook-síðu íbúasamtaka miðborgarinnar meira.

2. VEGGJAKROT

Formaður upplýsti, að á fundi í Íbúaráði Miðborgar og Hlíða hefði komið fram, að borgin gerir ekkert með veggjakrot nema að fasteignaeigandi hafi fyrst kært það til lögreglunnar. Leiðbeiningar eru á síðunni reykjavik.is/veggjakrot - Fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með að borgin aðstoði einungis við fyrstu hreinsun og þá eingöngu, ef veggjakrotið hefur verið kært til lögreglu.

3. SORPHIRÐAN

Fjórar tunnur rúmast ill framan við hús, þar sem lóðir eru litlar. Séu tunnurnar hins vegar settar á bak við hús, þykir sorphreinsunarmönnum of langt að sækja þær. Guðmundur Ólafsson vill halda í grenndargáma og að íbúar hafi val um það, hvort þeir sleppi pappírs- og plasttunnum heima hjá sér. Einnig kom fram, að pappírstunnur fyllist fyrr en aðrar tunnur og þyrfti jafnvel að tæma oftar.

Í tölvupósti eftir fundinn minnti Margrét Einarsdóttir stjórnarmenn á erindið um sameiginlegar lausnir til söfnunar úrgangs við sameiginlegar lóðir/reiti, sem ÍMR sendi skipulagssviði í júní og lét vita af því, að enn hefðu engin svör borist við erindinu, þrátt fyrir ítrekanir hennar.

4. HUGMYNDIR UM FUNDI Á VEGUM ÍBÚASAMTAKANNA

Stungið upp á því að halda opin síðdegisfund fyrir íbúa, viðræðufund um mál sem brenna á þeim og fá einhvern frá borginni, t.d. umhverfis- og skipulagssviði, samgöngusviði og lögreglu til að mæta. Lýst eftir hugmyndum.

5. UMFERÐARMÁLIN

Tjaldbílum, húsbílum og bílaleigubílum er lagt í íbúagötum. Fram kom sú skoðun, að þessum bílum eigi ekki að vera hægt að leggja hvar sem er í íbúagötum.

6. AÐRIR PUNKTAR

Nefnt var, að lögreglan mætti vera sýnilegri í umferðinni. Bent á tálmanir á gangstéttum, t.d. fyrir framan veitingahús. Bílastæði ráðuneytanna verði opnuð almenningi um helgar.

7. HLÍÐARENDAHVERFIÐ 102 R

Minnt var á, að íbúasamtök miðborgar nái líka yfir 102 R, þ.e. Hlíðarendahverfið. Stefnt að því að fá einhvern íbúa þaðan til að vera amk varamaður í stjórn.

Fundi slitið kl. 19:00.

Pétur Hafþór Jónsson ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is