ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 2. júní 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 2. júní 2021 kl. 20 í Spennistöðinni.

Mætt: Arnar Guðmundsson formaður, Ásdís Káradóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson og Sigrún Tryggvadóttir.

1. Afgreiðsla erinda samþykktra á síðasta stjórnarfundi

A. Götuþrif:
Formaður hafði samband við borgina og komst að því að ekki er heimild fyrir því að sekta vegna bíla sem ekki eru fjarlægðir þegar til stendur að þrífa götur. Rætt um að borgin þurfi að standa mun betur að upplýsingastreymi vegna framkvæmda í miðborginni. Formaður tekur að sér að kom því á framfæri við borgina.

B. Hallargarðurinn og sígrænn gróður í hverfinu:
Guðrún Erla og Sigrún sem tekið höfðu að sér að skrifa bréf til borgarinnar sendu það stjórninni til kynningar. Margrét gerði athugasemdir; margt annað væri að í miðborginni t.d. þyrfti víða að  laga  gangstéttarhellur og bæta hálkuvarnir. Auk þess væru deildar meiningar um þörf á endurbótum á Hallargarðinum. Aðrir stjórnarmeðlimir gerðu ekki athugasemdir og var bréfið, örlítið breytt, sent Skipulags- og samgönguráði og meðlimum borgarráðs.

2. Styrkumsóknir samtakanna, staða og næstu umsóknir
Gjaldkeri gerði grein fyrir að 88 þús séu á reikningi samtakanna. Sótt var um styrk í Sumarsjóð borgarinnar fyrir sumarhátíð kr. 500 þús. en borgin veitti 300 þús. kr. Ákveðið að sækja um styrk í Hverfissjóð fyrir næsta starfsárs verkefnisins Heil brú: laugardagssmiðjur og málþing, t.d. Sambýlið við næturlífið (september) rættt um hugsanlega frummælendur. Börnin í miðbænum (nóvember eða eftir áramót): Umræðuefni væri m.a. leiksvæði (t.d. lokaðir smábarna leikvellir), opin svæði, almenningsgarðar, gönguleiðir barna í skóla, hjólaleiðir innan hverfisins og  rafskutlur.

3. Flug yfir miðbænum
Formaður tekur að sér að hafa samband við önnur íbúasamtök og athuga með að standa saman að málþingi.

4. Sumarhátíð
Stefnt er að hátíðinni 28. ágúst. Dagskráin verður í samræmi við að aðeins eru 300 þús. kr. til að spila úr.

5. Erindi vegna húss í niðurníðslu
Í framhaldi af fréttaflutningi um hús í niðurníðslu tekur formaður að sér að hafa samband við nágranna húss við Óðinsgötu og senda erindi á borgin og fjölmiðla og benda á skýrslu sem íbúasamtökin gerðu í fyrra (um hús sem látin eru grotna niður). 

Fundi slitið kl. 21:15.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is