ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 2. júní 2020Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 02.06.2020 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Benóný Ægisson (formaður), Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir og Ragnhildur Zoega. Dagskrá: 1. Sameiginleg ályktun íbúasamtaka – Íbúafundur um græn svæði í vesturhlutanum: Formaður greinir frá að einhverjir íbúar í hverfunum hafi verið ósáttir við að ekki hafi verið nægilegt ,,samtal” við íbúa áður en ályktunin var send. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða stefnir að því að halda íbúaþing um málið á næstunni. Ályktunin 2. Svör heilbrigðiseftirlits um hávaða frá næturlífi. .Svör hafa borist við fyrirspurn (í nokkrum liðum) Íbúasamtakanna og íbúaráðsins frá janúar s.l. Formaður Íbúasamtakanna tekur að sér að skrifa svarbréf til Heilbrigðiseftirlitsins og senda samrit til Íbúaráðsins sem hefur tekið að sér að koma athugasemdunum áfram - sem m.a. eru að ónóg samskipti séu milli Heilbrigðiseftirlitsins og lögreglu. Stefnt er að málþingi um sambýli við næturlífið næsta vetur. Fundargerð Íbúaráðs, umfjöllun í nr. 13 og 14 3. Íbúaráð – Aukafjárveiting, styrkumsóknir fyrir 7. júní: Í aukafjárveitingu borgarinnar fyrir komandi sumar er 4.1 milljón kr. styrkur eyrnamerktur Miðborg og Hlíðum. Ákveðið að sækja um styrk til að vera með skemmtidagskrá og markað í lok ágúst. 4. Skjalavarsla ÍMR: Margrét greinir frá athugun sinni á hvernig best sé að geyma skjöl Íbúasamtakanna. Niðurstaðan er að Dropbox sé væntanlega heppilegast því það gangi fyrir allar tölvur. Formanni falið að skoða málið nánar og kynna á næsta fundi stjórnar. 5. Frakkastígur 1: Magnúsi falið að koma með tillögu að bréfi til borgaryfirvalda þar sem mótmælt er byggingu á þessum stað. 6. Hús í niðurníðslu til margra ára: Formaður sýnir myndir af nokkrum húsum í mikill niðurníðslu í Miðborginni. Formanni og Einari falið að semja bréf til Umhverfis- og skipulagsráðs og spyrja um hvað borgin hyggist fyrir varðandi þessi hús og hvetja til þess að þeim úrræðum sem sveitarfélagið hafi verði beitt. 7. Erindi frá íbúa: Íbúi við Garðarstræti kvartar yfir miklum umferðaþunga í götunni sinni, m.a. vegna byggingaframkvæmda Alþingis. Formanni falið að svara erindinu. 8. Göngugötur: Rætt um erfiðleika vegna opnunar göngugatna – Laugavegs og Skólavörðustígs. 9. Óðinstorg. Erindi frá íbúa vegna framkvæmda á lóðamörkum Týsgötu 6 og 8a: Þar sem bréfið (með mörgum fylgskjölum) barst í dag höfðu fundarmenn ekki haft tíma til að kynna sér málið nógu vel og því málinu frestar til næsta fundar. Fundi slitið kl 21.55 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |