ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 2. júní 2009

Þann 2. júní 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 18.15

Mætt eru: Benóný, Gylfi, Kári Halldór, Magnús, Hlín, og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Grundarstígur 10. Litið er á bréf sem samið hafði verið og rætt um ólík sjónarmið, breytingar eru gerðar á bréfinu. Áætlað er að Gylfi sendi lokaútgáfu af bréfinu á stjórn og bréfið verði sent af stað sem fyrst ef samþykki næst fyrir því.

2. Bílastæðasjóður. Benóný segir frá áformum Bílastæðasjóðs um að setja upp bílastæði með stöðumæli framan við innkeyrslu við heimili hans á Skólavörðustíg en stæðið myndi þannig loka fyrir innkeyrsluna.

3. Hverfisráð. Magnús segir frá breytingum á hverfisráði og nýlegum tillögum varðandi vistgötur. Þá hefur hverfisráð einnig tekið undir nýleg bréf íbúasamtakanna vegna hávaðamála og nýtingu auðra húsa.

Ákveðið var að hittast næst mánudaginn 15. júní kl 17 á Klapparstíg 1a.

Fundi var slitið um kl. 19.40.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is