ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 2. júní 2008Fundargerð Íbúasamtaka miðborgarinnar, 2. júní í Reykjavík. Fundur settur kl. 17. Mættir: Eva María, Kári Halldór, Ólafur Egill og Sigtryggur. Rætt um lærdóm af hreinsunarátaki. Fólk sammála um að erfitt sé að virkja fólk en stærri hópur þurfi að vera virkur í samtðkunum. Hugmynd um að nota úthringingar til að láta fólk vita af starfinu. Kári Halldór segir að margir hafi skráð sig ígegnum www.midbaerinn.is og að einhverjir hafi boðist til að vera götufulltrúar. Eyrún og Hlín koma til fundar. Lærdómurinn að flestra mati er sá að það þurfi fleiri virka þátttakendur til að byrja með og þegar reynsla sé komin á samtökin verði auðveldara að virkja fólk. Rætt um miðborgina sem byggingarsvæði, sérstaklega hvað varðar tíma- og fjármögnunaráætlanir. Einnig rætt um að skýrari reglur vanti um það þegar aðilar breyta um starfsemi í húsum. Hlín tekur að sér utanumhald skráininga í félagið. Magnús Skúlason kemur til fundar. Rætt um dagsetningu á aðalfund. Laugardagurinn 18. október kl. 14 talin ákjósanleg tímasetning. Fyrir daginn þarf að undirbúa hverfisverndartillögur sem lagðar verða fyrir fundinn, skýrsla stjórnar þarf að liggja fyrir og venjuleg aðalfundarstörf. Kári Halldór segir að honum þyki langur tími til 18. október og að margir hafi mætt á stofnfund og viljað að félagið færi strax í gang. Þykir honum þýðingarmikið að vera vakandi í sumar. Magnús Skúlason segir að nokkur mál séu mikilvæg á næstu vikum og nefnir þar sérstaklega slippaskipulagið sem hann segir stefna í hafnfirska katastrófu. Rætt um að funda með Íbúasamtökum Vesturbæjar. Magnúsi falið að hitta formann samstakanna. Eva María Jónsdóttir leggur til að Íbúasamtök miðborgarinnar og Íbúasamtök Hlíða sameinistum ályktun um útisundlaug við hliðina á Sundhöllinni. Eyrún Magnúsdóttir leggur til að undirbúin verði fundaröð þar sem kallaðir verði til aðilar eins og Jakob Frímann, miðborgarstjóri, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, fulltrúar Torfusamtakanna og byggingarfulltrúi. Rætt um Lækjargötu 12 á horni Vonarstrætis. Samin ályktun svohljóðandi: Íbúasamtök miðborgarinnar vara eindregið við of háu nýtingarhlutfalli og húsahæðum á viðkvæmum og menningarsögulegum svæðum í miðborg Reykjavíkur. Samtökin telja að bygginar og byggingamagn eins og teiknað hefur verið á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, gegnt gamla Iðnaðarmannahúsinu, brjóti í bága við markmið um uppbyggingu miðborgarinnar og fyrri yfirlýsingar borgarstjórnar. Íbúasamtök miðborgarinnar lýsa yfir áhyggjum yfir því að tillögur sem þessar séu skoðaðar einar og sér þegar horfa þarf til alls svæðisins að teknu tilliti til skýrrar hverfisverndar. Íbúasamtök miðborgarinnar taka undir áhyggjur íbúa sem lagt hafa fram athugasemdir við skipulag svæðisins. Öðrum málum frestað til næsta fundar. Fundi slitið. |
Gömul myndGamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |