ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 2. mars 2009

Þann 2. mars 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Gylfi, Benóný, Kári Halldór, Magnús, og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Snjóhreinsun og hálkuvarnir. Magnús segir frá fundi sínum með Samgönguráði og móttöku erindis stjórnar um snjóhreinsun.

2. Breytingar á aðalskipulagi. Rætt er um auglýsta breytingu á aðalskipulagi frá 2.2.09. Ljóst er að málið snýst um rýmri heimildir fyrir veitingahús og bari. Ákveðið er að setja saman bréf og gera athugasamdir, annarsvegar þarf að athuga málið í stærra samhengi og þá í samhengi við heildarendurskoðun aðalskipulags. Hinsvegar gera athugasemd við sérkennilegt orðalag auglýsingarinnar, sem virðist eingöngu til þess fallið að gera efni breytingartillögunnar óskiljanlegt sbr. vikmörk á viðmið ofl. Athugasemdir verða sendar fyrir 16. mars 2009.

3. Auð hús og auð svæði. Rætt er um auð verslunar- og þjónustupláss og nefnd sem vinnur að málefnum þeim víkjandi. Ákveðið er að taka saman punkta með hugmyndum og reyna að fá líf í hverfið. Nokkrar hugmyndir eru td. að setja sparkvelli á auð svæði (þar sem tvímælalaust er skortur á þeim í hverfinu), almenningsgarða, rólókaffi, hundagarð eða einhverskonar starfssemi fyrir íbúa á þessi svæði. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að td. atvinnulausir iðnaðarmenn fengju að gera upp hús sem standa auð og öðlast einhver réttindi gagnvart húsunum í staðin.

Hlín mætt kl 17.30. Hlín segir frá leiguverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum, upphæðirnar eru svimandi háar svo ekki kemur á óvart að verslunum fækki á svæðinu. Rætt er um hugsanleg tengsl ákveðinnar arkitektastofu við Fasteignir Ríkissjóðs, Magnús ætlar athuga málið.

4. Önnur mál

Sú hugmynd kom upp að bjóða frambjóðendum í Reykjavík til fundar fyrir kosningar.

Hávaðamálin, Gylfi ætlar að tala við Vinnueftirlitið og Magnús við Heilbrigðiseftirlitið til að fylgja eftir erindinu sem þeim var sent fyrir skömmu.

Rætt er stuttlega um veggjakrot, bæði um að krotið sé komið aftur en einnig að bæta mætti úr aðstöðu fyrir graffara.

Rætt er um að fá á hreint fyrirhugaðar framkvæmdir í miðborginni, hverju er frestað, hvað er hætt við?

Fundi var slitið kl. 18.10.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is