ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Aðalfundur 26. nóvember 2012

Aðalfundur íbúasamtaka miðborgar 26. nóvember 2012 í Iðnó

Fundarstjóri, Sigmar Karl Albertsson, ritari Hlín Gunnarsdóttir.

1- Magnús Skúlason fer yfir það helsta sem hefur gerst frá síðasta aðalfundi og kynnir skýrslu stjórnar.

Skýrsla stjórnar vegna aðalfundar 26.11.2012

Síðasti aðalfundur samtakanna var haldinn 15. nóvember 2012 hér á þessum ágæta stað og var þá kosin ný stjórn eins og lög mæla fyrir um. Fundarstjóri var sem áður Sigurmar K. Albertsson hrl. og eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir þau störf. Og vonandi fáum við að njóta hans krafta sem lengst. Fundinn sóttu liðlega tuttugu manns.

Efirfarandi voru þá kosnir í stjórn:

Benóný Ægisson, Guðrún Janusdóttir og Sverrir Sverrisson voru kosin til tveggja ára. Arnar Helgi Kristjánsson, Halla Bergþóra Pálmadóttir, Hlín Gunnarsdóttir og Magnús Skúlason áttu eftir eitt ár. Úr stjórn gengu þau Bryndís Jónsdóttir, Benóný Ægisson og Guðrún Janusdóttir en tvö síðarnefndu voru endurkjörinn.

Í varastjórn voru kjörin þau Fríðu Ingvarsdóttur og Ingvar Ingvarsson en Pálína Jónsdóttir og Stefán Þór Steindórsson áttu eftir eitt ár. Úr varastjórn gengu þau Sigurður Sigurðsson og Sigríður Gunnarsdóttir

Björn Líndal og Þorsteinn Haraldsson hafa verið skoðunarmenn frá stofnun samtakanna. Þeir gáfu áfram kost á sér töldust því sjálfkjörnir.

Erindi gestafyrirlesara

Borghildur er rannsóknarhópur sem einbeitir sér að öllu sem við kemur mannlífi í borginni. Borghildur rannsakar og skrásetur mannlíf í Reykjavík með myndböndum, hljóðbrotum, talningum, kortagerð og pistlum. Borghildur varð til vorið 2010 og vann að sínu fyrsta verkefni um sumarið. Verkefnið samanstendur af vangaveltumynd og rannsóknarskýrslu um mannlíf á götum, torgum og görðum í miðbæ Reykjavíkur og ber nafnið Borgaraleg hegðun. Sumarið 2011 vann Borghildur að verkefninu Borgarstiklum. Erindi gestafyrirlesara þótti fróðlegt og spennandi spunnust umræður um það. M.a. var spurt um hvort einhver frekari úrvinnsla hefði orðið á hugmyndum varðandi Óðinstorg, á vegum Borgarinnar. Fram kom í erindi gestafyrirlesara að íbúar í nágrenni Óðinstorga myndu ekki sakna bílastæðanna sem var í tilraunaskini breytt í torg / markaðstorg.

Þeirri spurningu er varpað til íbúasamtakanna hvort þau munu ekki geta fylgt þessu máli eftir.

Stjórnarfundir hafa að jafnaði verið haldnir tvisvar í mánuði. Þar utan hefur formaður setið flesta fundi Hverfisráðs Miðborgar en þeir eru haldnir mánaðarlega að jafnaði. Íbúasamtökin hafa þar seturétt með málfrelsi og tillögurétti sem óspart er notað enda ætíð gert ráð fyrir einum lið á dagskrá ráðsins vegna samtakanna.

Hefur ráðið oftar en ekki tekið undir stjórnarsamþykktir Íbúasamtakanna eða tillögur. Sá er hins vegar galli á gjöf Njarðar að ráðið er einungis ráðgefandi fyrir borgarstjórn. Á síðasta aðalfundi drepið á ýmis mál undir liðnum skýrsla stjórnar og mætti nefna nokkur hér:

Mikilvægt var talið að í miðborginni fái áfram þrifist smáiðnaður og smáverslanir. Stórmarkaðir eigi ekki heima í midborginni, hún henti ekki þeirri starfsemi. Kvartað var um hávaða frá skemmtanahaldi á lóðum fyritækja sem snúa að íbúabyggð. Þá var minnt á að á síðasta kjörtímabili fengum við ekkert endurskoðað deiliskipulag. Stefna og framtíðarsýn stjórnvalda væri eins og þokubakki við sjóndeildarhring. Ekkert skipulag er við lýði sem stendur undir nafni. Nauðsynlegt að fá skipulag fyrir miðborgina og klára sýn á hvert eigi að stefna.

Þá var minnst á að Félag fyrirtækja og verslunareigenda “Miðborgin okkar” fái árlega 3-5 milljónir í styrk frá borginni, m.a. úr bílastæðasjóð. Rétt væri að Íbúasamtökin fengju hærri framlög, mögulega einnig úr bílastæðasjóði.

Þá var bent á mikilvægi þess að íbúar fái sinn umboðsmann " umboðsmann íbúa" sem gætti þeirra hagsmuna varðandi skipulags og byggingamál um allt land. Jafnræðisreglan sé brotin á íbúum og ekki geta íbúar dregið lögfræðikostnað frá launum. Þá var lögð áhersla á samstöðu íbúa og mikilvægi upplýsingastreymis til íbúa. Íbúum og fulltrúum foreldra í skólaráði Austurbæjarskóla fannst skorta á að miðbærinn sé skilgreindur sem íbúahverfi. Hvetur til þess að íbúasamtökin standi fyrir málþingi um miðborgina sem íbúabyggð.

Reynt hefur verið að fylgja þessum málum eftir eins og kostur er en nú verður stiklað á stóru um mál sem efst hafa verið á baugi á vegum stjórnar Íbúasamtakanna á árinu: Fylgt var eftir kröfum Íbúasamtakann varðandi opnunartíma og hávaða með sambandi við lögreglu og borgayfirvöld. Eftir fund með yfirmönnum lögreglu þar sem fram kom það álit þeirra að lög um áfengisveitingastaði væru eins og gatasigti, erfitt væri m.a. að beita veitingamenn viðurlögum við brot, gengu formaður og lögreglustjóri á fund innanríkisráherra til hvetja til endurskoðunar laganna. Var erindinu vel tekið af ráðherra en ekkert hefur enn gerst.

Næturvakt við Héraðsdóm til að framfylgja lögreglusamþykkt?

Þá hefur stjórnin beitt sér enn og aftur í barráttu gegn óreiðuhúsum í miðborginn og notkun dagsekta og mun það hafa komist á einhverja hreyfingu í kerfinu. Hefur formaður komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi vegna þessa ásamt því að aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Formaður átti viðtal við nýskipaðann byggingarfulltrúa um málið sem mun ætla sér ný vinnubrögð í málunum eins og komið hefur í ljós.

Þá hefur stjórnin gefið álit á ýmsum skipulagsmálum svo sem við Grundarstíg, Lokastíg, Bergstaðastræti, Frakkastíg/Vatnsstíg og Slippareit í samráði við Íbúasamtök Vesturbæjar. Íbúaþing sem haldið var í Tækniskólanum rétt fyrir síðasta aðalfund var vel sótt og góð erindi flutt. Hvatt var til þess að fleiri slík íbúaþing verði haldin og var stjórn Íbúasamtakanna, þakkað fyrir það og öðrum sem að því stóðu. Það má kannske nefna að það sem bar hæst þar var krafan um að fá spennistöðina við Austurbæjarskóla í gagnið sem félagsmiðstöð. Það er reyndar eitt af þeim málum sem stjórnin hefur beitt sé fyrir á árinu í samvinnu við foreldrafélagið og skólastjóra Austurbæjarskóla. Í undirbúningshópnum hafa verið frá upphafi Magnús Skúlason fyrir Íbúasamtökin og Benóný Ægisson og Birgitta Bára fyrir foreldrafélag Austurbæjarskóla. Hópurin hefur unnið náið með ÍTR og skólastjóra Austurbæjarskóla og átt fjölmarga fundi um málið með allflestum sem málið varðar.

Margrét Einarsdóttir er með fyrirspurn varðandi þrifnað á götum í miðborginni, en lítið sem ekkert var hugað að þrifum í hliðargötum síðastliðið sumar. Aðrir fundarmenn eru sammála um að þörf sé að fylgja þessum málum eftir og er málinu vísað til stjórnar. Magnús Skúlason, vekur athygli á því að mikilvægt sé að bæði íbúar og rekstraraðilar hugi jafnframt að því að sýna hirðusemi við hús sín. Nú verður drepið á nokkur önnur mál sem stjórnin hefur sinnt. Heimagisting bréf til borgarst. Ráðherra ofl. Efni: Framkvæmd laga og reglugerðar um veitinga- og gististaði.

Á síðasta aðalfundi urðu umræður m.a. um ályktunartillögu um áskorun á borgarstjórn Reykjavíkur um sjá til þess stjórnsýslunefndir á hennar vegum fylgi ákvæðum laga og reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þar sem kveðið er á um efni umsagna um rekstrarleyfi. Í þessu sambandi var einkum vísað til þeirrar skyldu heilbrigðisnefndar að meta grenndaráhrif af þeirri starfsemi sem óskað er eftir heimild til að reka. Ekki virtust grenndaráhrif hafa verið metin vegna rekstrarleyfis fyrir heimagistingu að Tjarnargötu 46 svo dæmi sé tekið. Erindi var sent m.a.borgarstjóra, heilbrigðiseftirliti, innanríkisráðherra og lögreglustjóra. Einkennilegt svar frá Heilbrigðiseftirliti Heilbrigðiseftirlit lagði fram umsögn um málið til borgarráðs þar sem Íbúasamtök voru vænd um vanþekkingu. Þótti okkur sá máflutningur lítt málefnalegur.

Betri hverfi, átakið fór út í að verða viðhaldsverkefni nema Austurbæjarskóli fékk að njóta einhvers

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsa yfir mikilli ánægju með framtakið Grænn apríl og átaksverkefnið SVARTI POKINN og hvetur alla íbúa til að taka þátt n.k. sunnudag þann 22. apríl 2012. Umgengnin í Reykjavik er til háborinnar skammar. Förum því öll út með ruslapoka kl. 12.30 á sunnudaginn því sameiginlega getum við gert kraftaverk. Höldum svo áfram að tína rusl í okkar nánasta umhverfi framvegis sbr. álit frá síðast aðalfundi

Prikið, óleyfisframkvæmdir

Kolaportið, stuðningur

Sundhöll Erindi foreldrafélags. Siðar kallað á fund til aðgefa álit hjá FER Skólavörðustígur 40 Flutningur í boði Minjaverndar. Fundur með bfltr. Ofl Mistök starfsmanns

Laugavegur Sumarlokun mæltist vel fyrir

Crime mapping Fundað með Chris Jagger. Glæpakort. Tíðni alltaf mest í Miðborg þrátt fyrir fækkun. Fundur með lögreglu á morgun.

Snjóhreinsun Ítrekuð tilmæli um minna salt og meiri mokstur, einkum gönguleiða

Tillögur um skilti á skemmtistöðum Tillögur Íbúasamtaka til Kráraeigenda og Hverfisráðs.

Íbúafundur í Ráðhúsi 26.4.2012 Fáir íbúar. Þar var rætt margþætt hlutverk Miðborgar Það gleymist oft að miðborgin er íbúahverfi. Hvað með strætó. T.d enginn á Barónsstíg framhjá eina grunnskólanum.

Skipulagsmál:Landsspítali,Kvosarskipulag,

Hljómalindarreitur, Brynjureitur,Vatnstígsreitur, Hafnarskipulag

Ný heimasíða Magnús hvetur fundargesti til að kynna sér heimasíðu samtakanna.

Spennistöðin. Samþykkt Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur um að henni verði breytt í félags-og menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga sem og aðra íbúa hverfisins. Gert er ráð fyrir 20 milljón kr. framlagi á næsta ári. Eftir langvarandi baráttu er málið að vinnast.

2- Opin umræða um skýrslu stjórnar

Hjálmar S. Sveinsson svarar ýmsum liðum úr skýrslu Magnúsar.

Sverrir, stjórnarmaður, ræðir bæði það sem kom fram í máli Magnúsar og Hjalmars. Er sammála orðum Hjálmars að breyta borginni í betri borg fyrir fólk. Um áramótin taka gildi ný lög um minjavernd, ekki lengur leyfilegt að rífa hús sem eru orðin 100 ára. Þegar er búið að leyfa niðurrif á 80 húsum sem eru meira en 100 ara. Hvernig mun málu verða háttað eftir áramót þar sem þegar er búið að leyfa niðurrif þessiara friðuðu húsa? Hvort er rétthærra, lög um minjavernd eða ákvörðun skipulagsyfirvalda. Áríðandi að minjastofnun beiti ákvæði um affriðun. Nú mun reyna á hvort er rétthærra, réttur eigenda sem vilja rífa og byggja stórt. Kallað eftir ábyrgð sveitarstjórna á skipulagsmálum. Sverrir hvetur bæði Hjálmar og Gísla Martein til að tryggja það að þessi gömlu hús fái notið aldursins og að komið verði í veg fyrir slys eins og þegar leyft var að rífa litla gamla húsið ofarlega á Skólavörðustígnum. Almennt um skipulag svæðisins. Tillögur um Mýrargötu reitinn, koma ekkert á óvart. Sum hús verða 5 hæðir og í anda þeirra sem vilja byggja hátt og fullnýta byggingarmagn lóða. Nú er það í höndum Reykjavíkurborgar, sem er jú eigandi lóðarinnar að sýna stefnu sína í verki. Hjálmar svarar Sverri. Honum finst villandi að hengja sig í umræðuna um 5 hæða hús. Sum eru aðeins 1 hæð, sum 2-3 hæðir aneins sum eru 5 hæðir. Hlín hefur orð á niðurrifi meira en hundrað ára gamalla húsa við Njálsgötuna, í stað tveggja lítilla húsa eru að rísa tvær 4 hæða blokkir. Magnús ræðir um Mýrargötuna og nefnir þá hugmynd að eðlilegt væri að sameina íbúasamtök miðborgar og íbúasamtök vesturbæjar. Það eru fjölmörg hagsmunamál sem þar eru sameiginleg. Magnús er sammála um umferðamál og að auka áhersluna á að íbúar notfæri sér strætó. Hversvegna gengur t.d. enginn strætisvagn frahjá Austurbæjarskólanum.

3 - Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Magnús Skúlason er endurkjörinn formaður samtakanna.

Áfram í stjórn: Benóný, Guðrún, Hlín, Sverrir, Stefán og Halla Bergþóra. Varamenn: Fríða og Ingvar.

Nýir í stjórn eru Þórir Bergsson sem er kosinn varamaður og Þórgnýr Thoroddsen aðalmaður í stjórn. Skoðunarmenn eru kosnir sömu og áður.

6- Breytingar á samþyktum eru engar.
7- Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár liggur ekki fyrir enda hafa árlegar greiðslur fyrir árið 2012 til samtakanna ekki borist enn frá Hverfisráði Miðborgar -og Hlíða.
8- Verkefni næsta árs, verða áveðin af nýrri stjórn samtakanna.

4- Önnur mál

Magnús þakkar auðsýnt traust.

Gísli Marteinn útskýrir að það að hann mæti sem fulltrúi minnihlutans á þennan fund sé vitnisburður um breytta starfshætti hjá Borgarstjórn. Nú er samvinna en aður var stöðugt verið að bregða fæti. Hvað skipulagsmál varðar er auðveldara að dreyfa byggð en að þétta byggð. Ný stefna, að þétta byggð sem vissulega er erfiðara vegna með tilliti til nágranna. Hann fagnar áliktunum samtakanna sem eru vel ígrundaðar og skipta máli í umræðunni. Íbúar miðborgarinnar eru til fyrirmyndar, þeir nota bílinn minna, endurvinna meira og versla í nærumhverfinu.

Hringbrautin gamla og nýja, annarsvegar gömul hlýleg borgargata hinsvegar ekki. Skipulagsmál miðborgar. Oftast sammála um skipulagsmál í miðborginni þeir Hjálmar, Gísli Marteinn og formaður umhverfis og samgöngusviðs. Ríkisstjórnin er alveg áhugalaus um borgina.

Álag a íbúa vegna vaxandi túrisma. Miðborgin verður betri með fjölgun íbúa og aukinni þjónustu.

Bílastæði, ráða miklu um það hvort borgir séu góðar eða vondar. Í Evrópu eru að meðaltali 250 bílastæði á 1.000 íbúa. Í USA eru 500 bílastæði á 1.000 íbúa. Í Reykjavík eru 800 bílastæði á 1.000 störf. ( innskot frá ritara, hversvegna er ekki sama viðmið notað varðandi Reykjavík).

Svæði undir bílástæði verði í framtíðinni svæði fyrir fólk. Hverfisgatan dyrar framkvæmdir í býgerð. Verið að vinna að því að gjaldskylda bílastæði við Háskólana, Tæknigarð og fleiri staði. Þessi mál eru ekki hægri, vinstri mál, heldur þverpólitísk borgarmál. Mýrargata og Geirsgata eiga að verða með einni akgrein í hvora átt. Ekki smá breyting, heldur hugarfarsleg bylting.

Verndun gamalla húsa. Enginn í borgarstjórn segir upphátt “fúafélagið” eða “hjalla verndunarstefna”. Mikill skilningur, þegar slagur er tekinn. Bók Snorra Freys og Torfusamtakanna er merkisrit.

Gísli Marteinn ræðir um Alliance húsið, því húsi var forðað undan niðurrifi. Gísli Marteinn var fylgjandi verndun Laugavegar 2-4. Hann vill að húsin verði áfram “heima hjá sér” í stað þess að vera flutt. Þarna stóð til að byggja stórt hótel. Ríkið er ólýðræðislegra en Borgin. Við eigum að vernda húsin okkar sjálf. Við borgararnir í Reykjavík eigum að hugsa vel um borgina okkar.

Vatnsmýrin, þeir sem búa í miðbænum hafa 10-20% meira ráðstöfunarfé vegna þess að bíllinn er minna notaður.

Magnús tekur til máls. hann talar um skjólið og vindinn og kemur aftur að umræðunni um Mýrargötuna. Varðandi flugvöllinn og Vatnsmyrina. Magnús vill halda í flugvöllinn. hann má gjarnan vera æi breyttri mynd og um á sama tíma má byggja í Vatnsmýrinni. Samgöngumiðstöð alls landsins.

Pétur Ármannsson kom á aðalfund samtakanna fyrir tveimur árum og hélt gott erindi um Vatnsmýrina.

Er að mörgu leiti sammála öllu um þróun í umferðarmálum.

Sólin og skjólið, þar þrífst mannlífið best.

Birgitta Bára tekur til máls. Góðar almennigssamgöngur með strætó skipta miklu máli fyrir íbúa miðborgarinnar. Spurning hvort það eigi að vera ókeypis í strætó? Kristin Soffía ( samfylkingunni, umhverfis og skipulagsmál) segir að verið sé að breyta reglugerð um fjölda bílastæða sem skylt er að hafa við t.d. atvinnuhúsnæði og skóla.

María, tekur til máls. Mikilvægi þess að auka þjónustu innan hverfa. Hugsa hverfisskipulagið upp a nýtt þannig að hvert hverfi verði skipulagt sem sjálfstæð eining. Ef við hugsum 50 ár til baka, sem er ekki langur tími, en miklar breytingar sem hafa orðið engu að síður. Mikilvægt að styrkja hverfin og hafa í huga að það er ekki hægt að koma öllu fyrir á þeim litla bletti sem miðborgin okkar er.

Hilmar í Morkinskinnu tekur til máls. Altaf byrjað á að tala um bílastæði. Hann starfaði sjálfur hjá stóru bókasafni í Stokkhólmi, u.þ.b. 500 manna vinnustað en þar voru aðeins 5 stæði merkt stofnuninni.

Þórir Bergsson tekur til máls, hann segir frá því að hann hafi nýverið opnað veitingastað í miðbænum og verið ráðið frá því vegna þess að þar væru engin bílastæði, en það hafi komið á daginn að þeirra vae ekki þörf.

Magnús tekur til máls og segir að hann vilji halda uppi vörnum fyrir Þorgerði Katrínu og menningarstefnu 2007.

Ekki voru fleiri mál rædd og fudarstjóri sleit fundi, enda klukkan farin að ganga ellefu.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is