ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 26. maí 2016

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar, haldinn í Spennustöðinni kl. 18:00 - 20:00.

Mættir eru: Benóný, Birgitta Bára, Guðrún Jan, Einar, Ragnhildur, Gerla, Gunnar og Hlín sem ritar fundargerð.

Farin var skoðunarferð með stjórn um Spennistöðina og starfsemi hennar kynnt.

Hverfisráð.  Formaður Íbúasamtakanna situr fundi hjá Hverfisráði með málfrelsi og tillögurétt. Birgitta Bára sat síðasta fund, sem staðgengill Benónýs. Var fjallað um skólamál og var fundurinn að því leiti sérstakur að hann var haldinn í Austurbæjarskóla og voru málefni skólans í brennidepli.

Styrkir sem Hverfisráð fjallar um og úthlutar. Íbúasamtökin hafa ekki enn fengið afgreiddan árlegan styrk sem veittur hefur verið alla tíð frá stofnun samtakanna. Þar sem styrkurinn er forsenda starfsemi samtakanna er brýnt að athuga hvað hafi tafið afgreiðslu og jafnframt setja nýja umsókn í ferli.

Kynningamál. Stjórn er einhuga varðandi mikilvægi þess að fara í átak til að kynna samtökin betur fyrir íbúum.

Stefna stjórnar er að leggja skuli megináherslu á vinnu við áríðandi mál fyrir heildarhagsmuni íbúa miðborgar og varast vonlausa slagi.

Hverfisskipulag miðborgarinnar. Unnið hefur verið að gerð hverfisskipulags í öðrum borgarhlutum frá árinu 2013, með samráði og samtali við íbúa. Ekkert hverfisskipulag hefur hinsvegar verið unnið fyrir miðborgina þrátt fyririr að hvergi sé að finna meiri og hraðari uppbyggingu en þar, einkum til að fullnægja þörfum ferðaþjónustunnar.
Stjórn íbúasamtakanna leggur áherslu á að hefja nú þegar samtal við Borgaryfirvöld og er formanni falið að semja ályktun þess efnis.

Til skoðunnar að þrýsta á með lagabreytingar í skipulagsmálum t.d. hvað varðar kynningu á “ óverulegum “ og “verulegum breytingum” á deiliskipulagi.

Rætt um að halda almenna félagsfundi og opinn íbúafund næsta haust t.a.m.með Byggingarfulltrúa.

Stjórn skiptir með sér verkum. Guðún Jan kemur aftur inn sem aðalmaður og mun áfram sinna stöðu gjaldkera. Anna verður varamaður í hennar stað. Einar Örn tekur við stöðu ritara af Hlín sem situr áfram í stjórn sem varamaður.

Næsti fundur boðaður 21. júní.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is