ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 23. október 2012Haldinn að Klapparstíg 1a. kl. 17:30 Mættir: Magnús, Sverrir, Benóný, Bergþóra Halla, Hlín sem ritar fundargerð. 1- Magnús og Sverrir fóru á fund með Byggingarfulltrúa og lögfræðingi byggingarsviðs, vegna Skólavörðustígs 40. Vitnað var í bréf sem Birni Stefáni Hallsyni var hinsvegar ókunnugt um. Magnús og Sverrir gerðu grein fyrir fundinum, sjá meðfylgjandi samantekt. Samantekt frá Magnúsi: Að mati stjórnar er þessi málsmeðferð ekki í lagi og leiðbeiningarskilda ekki virt. 2 - Glæpa-kort. Magnús og Benóný áttu fund með Kris Jagger, sem er séfræðingur í "Crime mapping". hann hefur unnið víða um heim og starfað með Ráðherra og Ríkislögreglustjóra. Kris mun koma á fund með stjórn íbúasamtakanna og gera tillögu að því hvenig samtökin geti haft not af þessum upplýsingum. 3 - Nýtt skipulag Brynjureits og Hljómalindarreits kynnt á síðasta fundi í Hverfisráði. 4 - Mál tengd Aðalfundi samtakanna rædd, dagsetning, stjórnarkjör, sérstakur gestur ofl. Fundi slitið kl. 18:45 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |