ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 22. maí 2012Haldinn að Klapparstíg 1a, kl. 17:30 Mættir: Magnús, Guðrún, Benóný, Sverrir, Hlín sem ritar fundargerð. 1 - Laugavegur 2. Magnús er búinn að ræða við eigendur um yfirstandandi breytingar á húsnæðinu. Á efri hæð á a verða veitingasalur en ekkert næturlíf verður á þaki hússins. 2 - Sameining lóða a Þórsgötu 1 og 3 við Týsgötu 5 og 7. Leyfi fyrir sameiningu lóðanna var samþykkt 2003. Íbúasamtökin eru "í prinsipinu" andvíg sameiningu lóða. Getur haft ófyrirséðar afleiðingar til framtíðar litið með hliðsjón af því sem gerst hefur í nánustu fortíð. Samykkt að skrifa bréf til að senda Borgarskipulagi og Skipulagsráði. 3 - "Hostel" við Hlemm. Ekki tekið tillit til andmæla íbúa í húsinu. Spurning hvort meirihluta samþykkt sé fyrir þessari breytingu á notkun húsnæðissins. 4 - Ákveðið að koma á framfæri ábendingu til Borgarráðs. Bekkir við Austurstræti eru í skugga og snúa baki í sólina. Fundi slitið kl. 18:30 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |