ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. apríl 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir eru: Sverrir, Benóný, Guðrún, Halla Bergþóra, Magnús og Hlín sem ritar fundargerð.

1- Sverrir hafði samband við Sigurð Helga lögfræðing og fyrrverandi formann Húseigendafélagsins. Erindið var að skoða sameiginlega og vinna að setningu reglugerðar um nábýlisrétt. Sérstaklega er áríðandi að setja reglur varðandi nábýlisrétt á svæðum sem liggja á mörkum íbúabyggðar og verslunar og þjónustu.

2- Vefpósthólf samtakanna, skoða.

3- Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Sæmundssyni varðandi hávaðamál við Hringbrautina.

4- Skýrsla um almenningssalerni í Reykjavík 2007. Ákveðið a skoða skýrsluna og tillögur starfshópsins.

5- Betri borg, skýrsla Miðborgar, skoða.

6- Frakkastígur, endurnýjun gömlu kantsteinanna. Fyrirspurn frá Gunnari sem býr á horni Grettisgötu og Frakkastígs. Hann bendir á að til standi að fjarlægja gömlu tilhöggnu kantsteinana, eyðilegging merkra minja. Sjórn bendir á að senda erindið beint til Mingaverndar.

7- Hvað hefur orðið um bréfið sem Íbúasamtökin sendu til Borgarráðs, varðandi fyrirspurn um styrki Bílastæðasjóðs ti Miðborgarinnar okkar? Sverrir spurði Júlíus Vifil að því hvar erindið væri statt.

8- Rætt um hvernig framkvæmdir um alla borg snerti íbúa borgarinnar.

9- Skilti til að vekja athygli þeirra sem heimsækja öldurhús um helgar á því að allt í kring sé fólk sem vill njóta næturfriðar. Leita tilboða hjá Merkismönnum ofl.

10- Nýjar fréttir- Borgarráð er búið að samþykkja að breyta Bílastæðasjóði og setja undir nefnd....

11- Spennistöðin. Ekkert bólar á framkvæmdum hjá Hrólfi. ekkert hefur gerst síðan í febrúar. Annar fundur haldinn fyrir skömmu, Hrólfur sendi Ólaf J. Hertevig í sinn stað á fundinn. Áríðandi að klára þetta mál í maí og skipuleggja fram í tímann til fleiri ára. Skipaður starfshópur: Guðmundur skólastjóri í Austurbæjarskóla, Magnús Skúlason frá Íbúasamtökunum, Birgitta Bára frá foreldrafélagi skólans og Dagbjört frá Kampi. Starfshópurinn mun óska eftir að skipaður verði verkefnisstjóri á vegum Borgarinnar.

12- Umræða um Hverfispottinn. Heildarupphæð er 22 milljónir og af þeirri upphæð fara 13 milljónir í Hljómskálagarðinn. Íbúasamtökin eru ósátt við þá ráðstöfun að setja stóran hluta af hverfispotti í almenningsgarða borgarinnar.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá fundarins að þessu sinni og fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is