ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 11. mars 2021

Stjórn Íbúasamtaka miðborgar 2021-2022.
1. stjórnarfundur haldinn 11. mars 2021 kl. 20 í Spennistöðinni.

Mætt: Arnar Guðmundsson formaður, Ásdís Káradóttir, Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson og Sigrún Tryggvadóttir.
Fyrrverandi formaður, Benóný Ægisson, fór í kynnisferð um húsnæði Spennistöðvarinnar.

1.Kynning fyrir nýja meðlimi stjórnar:
Fyrrverandi formaður kynnti starf samtakanna og stöðuna, t.d. hvernig samskiptum við borgina hefði verið háttað; embættismenn og kjörna fulltrúa. Að uppákomum sem til stóð að vera með hefði þurft að fresta vegna kóvid. Hann teldi auðvelt að fá styrk til að halda vorblót, en að annað fé væri ekki í hendi. Að skipan íbúaráða borgarinnar ætti að taka til endurskoðunar á næstunni og þá væri von að snúið væri til fyrra horfs - að sér íbúaráð verði fyrir Miðborgina. Að ÍMR ætti fulltrúa í húsráði Spennistöðvarinnar, sem hittist mjög sjaldan. Að sögu ÍMR væri að finna á heimasíðu samtakanna. Í lokin bauðst hann til að vera stjórninni innan handar ef á þurfi að halda.

2. Stjórn skipti með sér verkum:
Sigrún varaformaður, Margrét gjaldkeri og Guðrún Erla ritari.

3. Tilkynning um stjórn til fyrirtækjaskrár og Landsbanka:
Formaður og gjaldkeri hafa prókúru og lögheimilið skráð að Laugaveg 77, hjá Þjónustumiðstöð borgarinnar.

4. Starfshættir og fundartími:
Samþykkt að hittast að jafnaði mánaðarlega. Formaður tekur að sér að athuga hvað tími er laus í Spennistöðinni fyrir stjórnarfundi.

5. Ályktun aðalfundar vegna breytinga á hundaeftirliti borgarinnar:
Arnar og Sigrún taka að sér að fara yfir ályktunina og senda á embættismenn og kjörna fulltrúa hjá borginni.

6. Erindi sem aðalfundur 2. mars s.l. vísaði til stjórnar:
Menningarsögulegt mikilvægi Austurbæjarskóla: Pétur og Magnús taka að sér að semja drög að bréfi til borgaryfirvalda þar sem þau eru hvött til að huga vel að menningarsögulegu gildi skólans. Magnús semur þann hluta sem fjallar um skólahúsið og merka sögu þess. Margrét tekur að sér að hafa samband við Safnafræði HÍ og athuga hvort þar sé nemandi sem er tilbúin að taka sem lokaverkefni að skrifa um safn Hollvinafélags Austurbæjarskóla.
Hönnun á göngugötum í Miðborginni: Magnúsi og G. Erlu falið að semja drög að bréfi þar sem hvatt er til að tekið sé tillit til að hér er söguleg, viðkvæm, miðja borgarinnar og tekið sé mið af byggingamynstrinu og elstu húsunum. Rita þarf bréf til yfirvalda og fara þess á leit að stjórn ÍSM verði umsagnaraðili um tillögurnar þegar þar að kemur.
Aðkoma íbúa sem búa við göngugötur: Einar tekur að sér að athuga með reglur Bílastæðasjóðs um aðkomu íbúanna vegna komu aldraðra gesta og flutninga með stóra hluti að heimilum. Einari falið að semja bréf þar sem farið er fram á að ferillinn verði gerður mjög einfaldur og fljótvirkur.

7. Fjármál félagsins:
Lítið er til í sjóði og eitthvað um útistandi reikninga. Nýr gjaldkeri mun greina frá stöðunni á næsta fundi.

8. Starfið framundan:
Vorblót/haustblót. Ekki hægt að taka ákvarðanir vegna kóvid.
Hugmyndir af málþingum: Sambýlið við næturlífið, Leiksvæði, opin svæði og almenningsgarðar. Ekki hægt að taka ákvörðun um tímasetningar vegna kóvid.
Kallað eftir öðrum hugmyndum: G.Erla lagði til málþing undir yfirskriftinni Miðborgin - bílar, börn og annað fólk. Samþ. að stjórnin vinni að kortlagningu gangbrauta og slíks næsta sumar.

9. Vefur félagsins - uppfærsla:
Formaður tekur að sér að finna e.h. til að gera nýja heimasíðu fyrir sanngjarnt verð.

Fundi slitið um kl 21.30

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is