ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 21. febrúar 2012

Haldinn að Klapparstíg 1a, kl. 17:30 Mættir: Magnús, Sverrir, Benóný, Guðrún, Bergþóra Halla, Stefán, Hlín sem ritar fundargerð.

1 - Farið yfir tillögur sem hafa borist v/ Betri hverfi. Ennþá er svigrúm til að koma fram með hugmyndir og bæta í pottinn. Hús Orkuveitunnar á lóð Austurbæjarskóla hefur verið Íbúasamtökunum hugleikin og munu þau setja framgang þess áls efst á blað hjá sér. Eins og staðan er í dag er vantar alla aðstöðu fyrir félagslíf barna og ungmenna í hverfið.

2 - Jákvæð skilaboð. Rætt um leiðir við að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri við þá sem sækja borgina heim um helgar. Að haga sér sem gestir, af kurteisi og virðingu við íbúa.

3 - Rætt um fundinn með Hjálmari Sveinssyni um skipulagsmál.

4 - Prikið. Magnús hafði samband við fulltrúa Heibrygðiseftirlitsins og Byggingafulltrúa vegna viðbyggingar á lóð. Ástæðan fyrir því að viðbyggingin fór ekki í grenndarkynningu er sú að byggingarleyfi fyrir auknu byggingarmagni er fyrir hendi í skipulagi. Varðandi fjölgun gesta útheimtir það ekki nauðsynlega útgáfu á nýju leyfi en hinsvegar gæti þurft að meta grenndaráhrif. Ef fjölgun gesta veldur ónæði þá fer það í ferli. Prikið hefur ekki útiveitingaleyfi.

5 - Eigandi Montekarlo og Mónakó hefur kært að veitgaleyfið fæst ekki endurnýjað.

6 - Hreinsun gatna og jákvætt viðmót. Mælst er til þess að íbúar hliðri til fyrir götusópurum þegar þér hreinsa göturnar.

Fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is