ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 19. febrúar 2013Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30. Mættir: Magnús, Sverrir, Halla, Guðrún og Benóný sem ritaði fundargerð. 1. Rætt um nauðsyn þess að halda annað íbúaþing eins og það sem var í Iðnskólanum í nóvember 2011. Stefnt að því að halda það næsta haust. 2. Sverrir og Magnús hafa svarað íbúa við Hverfisgötu sem kvartar yfir hávaða frá Rósenberg og frá rútum sem sækja ferðamenn á hótelin að næturlagi eða snemma morguns. Enginn hávaði vegna tónlistar berst frá Rósenberg eftir miðnætti og því ekki ástæða til að gera athugasemd við það en Íbúasamtökin hafa farið fram á samstarf við Samtök kráareigenda og Hverfisráð Miðborgar um að minnka hávaða vegna gesta sem eru utandyra. Samtök kráareigenda hefur ekki svarað þessu erindi sem sent var í október 2012. Einnig hafa Íbúasamtökin sent borginni erindi um ferðamannarúturnar og mun á næstunni funda með Samtökum aðila í ferðaþjónustu um þau mál að ósk þeirra. 3. Sverrir og Magnús fóru á kynningu um deiliskipulagi Landsímareits. Ákveðið að fresta því að álykta um deiliskipulagið þar til aðrir í stjórn hafi kynnt sér það. 4. Lítil hreyfing er á því máli að koma upp skiltum við útganga eða fyrir utan veitingastaði þar sem veitingamenn hvetji gesti til að taka tillit til nágrannanna og raska ekki næturró þeirra með háreysti. Ákveðið að Benóný og Hlín komi með tillögur að útliti og innihaldi skiltanna til að leggja fyrir Hverfisráð Miðborgar. 5. Rætt um framhaldsfund vegna Betri hverfa og nauðsyn þess að íbúar fjölmenni á hann til að hafa áhrif á í hvað hverfispotturinn okkar verður notaður. 6. Samþykkt ályktun þar sem því er fagnað að stofnuð hefur verið staða Umboðsmanns borgaranna hjá Reykjavíkurborg. Fleiri mál ekki rædd og fundi slitið kl. 19:00 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |