ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 18. júní 2013Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30 Mættir eru: Sverrir, Guðrun, Benóný, Magnús og Hlín sem ritar fundargerð. 1- Stjórn samþykkir að senda erindi til Umboðsmanns borgarbúa, samrit sent til Umboðsmanns Alþingis og til Borgarstjóra. Erindið varðar skort á svörum við fyrirspurn sem Íbúasamtökin sendu til Borgarráðs. 2- Umsókn um styrk úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar hefur verið send. 3- Farið yfir gögn frá góðum fundi sem haldinn var í Austurbæjarskóla að frumkvæði Íbúasamtakanna og Foreldraráðs skólans með aðkomu Hverfisráðs árið 2011. 4- Fjallað um Deiliskipulag Njálsgötu, þar sem leyfa á brottflutning á húsinu að Barónsstíg 28 og stækka hornhúsið sem er úr steini. Fundur um Frakkastígsreit í Borgartúni, skoða skipulagið. 5- Rætt um að senda fyrirspurn til Minjastofnunar varðandi hvaða reglur gildi um affriðun friðaðra húsa. Ekki voru fleiri mál á dagskrá og fundi slitið kl. 19:00 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |