ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 13.desember 2011

Íbúasamtök miðborgar. Stjórnarfundur 13.desember 2011 kl. 17:30

Á fundinn eru mættir: Magnús, Bergþóra Halla, Benóný, Fríða Björk,Ingvar, Guðrún, Sverrir, Stefán og Hlín sem ritar fundargerð. Gestur fundarins er Gylfi Kristinsson.

1- Erindi varðandi heimagistingu, sem Gylfi Kristinsson, bar upp á aðalfundi samtakanna og ákveðið var að fela stjórn að fara yfir, er tekið fyrir á þessum fundi. Gylfi er mættur til að fara yfir málið með stjórn.

Samkvæmt 24.gr. um veitinga og gistiheimili er talað um úttekt og umsögn heilbrygðiseftirlits varðandi hljóðvist. Samkvæmt reglugerð 585 frá árinu 2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald byggir á lögum frá árinu 1987. Þar segir “skal meta grendaráhrif......hljóðvist”. Íbúar við Tjarnargötu óskuðu eftir því að fá að vita hvort þetta mat hefði farið fram. Kröfur íbúa við Tjarnargötu.

Minnispunktar sendir til Dags B. Eggertssonar, formanni Borgarráðs og undirskriftalisti íbúa ásamt minnispunktum var sendur til Borgarstjóra og lögreglunnar í Reykjavík.

Stutt samantekt á sögu þessa máls er sú að eftir að Kalli í Pelsinum seldi Tjarnargötu 46, þá fór allt í gang við framkvæmdir byggingaverkamanna, en húsið hafði staðið autt í 4 ár. Við eftirgrenslan kom í ljós að til stóð að breyta húsinu í hótel, útibú frá hótel Baldursbrá. Gylfi sendi fyrirspurn til Byggingarfulltrúans í Reykjavík, þess efnis að kanna hvort ekki ætti að grendarkynna breytta notkun húsnæðissins Tjarnargötu 46. Hann fékk þau svör að Guðbjörn yrði settur í málið. Þá var rekstur “heimagistingar” kominn á fullt í húsinu, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir íbúa í nærliggjandi húsum. Ekkert fréttist af málinu málinu og engin viðbrögð komu frá Guðbirni. Síðan gerist það að Stefán Eiríksson Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðissins, kemur fam í sjónvarpi og segir frá því að nú fari í gang herferð gegn ólöglegri gististarfsemi í borginni. Í framhaldi af því var rekstri á heimagistinu breytt í langtímaleigu þ.e. frá byrjun október, en íbúar eru uggandi og óttast að með vorinu verði aftur farið af stað með rekstur heimagistingar. Gylfi hefur ráðfært sig við lögfræðing, afrit af bréfum var sent Borgarstjóra Jóni Gnarr, formanni Borgarráðs Degi B. Eggertssyni og Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðissins Stefáni Eiríkssyni. Engin formleg viðbrögð hafa komið frá borgarkerfinu, sem svar við undirskriftalista sem sendur var í lok ágúst 2011.

Niðurstaða stjórnarfundar íbúasamtakanna er að fylgja málinu eftir með því að skrifa béf til Innanríkisráðherra og senda afrit til Borgarstjóra, Lögreglustjóra og Hverfisráðs Miðborgar. Gylfi gerði drög að bréfi sem Formaður Íbuasamtakanna fór yfir og samþykkti. Meðfylgjandi bréf var sent þann 16. desember 2011.

Reykjavík, 16. 12. 2011

Innanríkisráðuneytið
b.t. Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra,
Ingólfsstræti
150 Reykjavík.

Efni: Ósk um endurskoðun laga og reglugerðar um veitinga- og gististaði.

Fyrir hönd stjórnar íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur vill undirritaður koma á framfæri þakklæti til innanríkisráðherra fyrir opinskáan og gagnlegan fund um lög og reglugerðir sem snerta umhverfi íbúa í borgum og þéttbýli.

Íbúasamtök miðborgar héldu aðalfund 15. nóvember 2011. Á fundinum stofnuðust umræður um ályktunartillögu um áskorun á innanríkisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum um að endurskoða ákvæði um gististaði í lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtahald. Um er að ræða lög nr. 85/2007 og reglugerð nr. 585/2007. Á fundinum komu fram lýsingar á varnarleysi borgara gagnvart því að hafin væri rekstur heimagistingar fyrir allt að 16 manns án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Einnig kom fram að byggingarnefndir og heilbrigðisnefndir sinna ekki rannsóknarskyldu þegar veitt er umsögn um veitingu leyfa samkvæmt lögunum og reglugerðinni. Tillögunni var vísað til stjórnar sem fjallaði um hana á fundi sínum 14. desember 2011. Á þeim fundi komu fram frekari upplýsingar um það í hvert óefni þessi mál eru komin í ekki síst eftir þær breytingar sem gerðar voru á eldri laga- og reglugerðarákvæðum um heimagistingu og gistiheimili. Samanburður á veittum leyfum og auglýsingum frá þeim sem standa fyrir gistiheimilarekstri leiðir í ljós að um það bil 2/3 eru án tilskilinna opinberra leyfa. Þetta bendir til að lagaákvæði séu ófullnægjandi og torvelt sé að framfylgja þeim.

Á grundvelli framangreinds samþykkti stjórn Íbúasamtaka miðborgar að beina þeirri eindregnu ósk til innanríkisráðherra að hann beiti fyrir því að framangreind lög og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verði tekin sem allra fyrst til endurskoðunar. Meginmarkmið endurskoðunarinnar verði að styrkja réttarstöðu borgaranna gagnvart því að ekki verði sett niður starfsemi í nágrenni þeirra sem sé þvert á samþykkt skipulag og stórlega dragi úr lífsgæðum og öryggi vegna aukinnar umferðar og margvíslegrar truflunar á nóttu sem degi.

Virðingarfyllst f.h. Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur,

Magnús Skúlason formaður.

Afrit: Borgarstjóri
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Hverfisráð Miðborgar

2 - Í famhaldi af fyrri umræðu veltir stjórnin fyrir sér reglum varðandi svör opinberra stofnana við fyrirspurnum borgara, t.d. Skipulagsyfirvalda. Í því sambandi má nefna sem dæmi að Benóný og Birgitta Bára, sendu þangað erindi varðandi hús Orkuveitunnar á lóð Austurbæjarskóla, en hafa engin svör fengið.

Afar erfitt er að ná sambandi við ráðherra, til að fylgja eftir umræðunni um lög og lögleysur sem rædd voru við hann í kjölfar borgarafundarins “Ofbeldið burt” sem haldinn var í Ráðhúsinu að frumkvæði Samtaka verslunareigenda við Laugaveg og Íbúasamtaka miðborgar í febrúar 2011.

3- Í framhaldi af fyrri umræðu mun Hlín hafa samband við SAF og athuga með að fá aðgang að lista yfir ólöglega gististarfsemi í borginni. Meðfylgjandi er bréf frá SAF:

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nýlega unnið að því að endurskoða lista yfir leyfislausa gististaði sem sendir voru til lögreglustjóra og sýslumanna höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar og Reykjaness eftir úttekt á stöðu leyfismála í janúar og febrúar s.l. Í ljós kom að frá þeim tíma hafa verið gefin út rekstrarleyfi fyrir rúmlega 200 gististaði, flest íbúðir, með u.þ.b. 1000 rúmum. Það má því segja að átakið hafi skilað miklu. Samt virðast talsvert margir gististaðir enn án rekstrarleyfa og verða sýslumenn á næstu dögum inntir eftir ástæðum þess. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að sæki gististaðir ekki um rekstrarleyfi, verði þeim tafarlaust lokað.

Ástæða þessarar vinnu er þríþætt; vegna samkeppnismála, öryggismála og nauðsyn réttra hagtalna.

4 - Magnús segir frá fundi sem hann átti í gær 12. des. með Hannesi Frímanni Sigurðssyni, fulltrúa eignaumsýslu Landsbankans og þ.m. Hljómalindarreitar og Klapparstígsreitar. Það stendur til að byggja íbúðir á reitnum (ekki hótelíbúðir) og er óskað eftir samvinnu við íbúasamtökin. Reiknað er með að þær bygginga sem þarna munu rísa verði mun lágreistari en áður var áformað.

5 - Magnús segir frá fundi í Hverfisráði þar sem fjallað var um “Betri hverfi” og er óskað eftir því við íbúasamtökin að þau hvetji íbúa miðborgar til þáttöku í vali á verkefnum. “Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum á vefnum Betri Reykjavík til eflingar og fegrunar í hverfum Reykjavíkur. Sett hefur verið upp undirsíða á Betri Reykjavík sem nefnist Betri hverfi. Þar geta íbúar sett inn hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverfunum og stutt hugmyndir annarra eða hafnað þeim. Eru ákveðin tímamörk á þessu verkefni en íbúar munu geta sett inn hugmyndir á vefinn til 16. janúar 2012. Vefurinn um þessi hverfaverkefni var opnaður 5. desember sl. en eftir 16. janúar verða efstu hugmyndir teknar af vefnum og metnar af fagsviðum borgarinnar. Ef framkvæmd þeirra heyrir undir verkahring Reykjavíkurborgar verða þær kostnaðarmetnar en síðan verður kosið um þær í rafrænni og bindandi kosningu í mars. Er ætlunin að veita 300 milljónum til þessara verkefna á næsta ári.” ( af vef Reykjvíkurborgar”

6 - Magnús segir frá því að á Hverfisráðsfundi þann 24. nóv. lagði hann til að Hverfisráð Miðborgar óskaði eftir kynningu á stöðu mála varðandi “Borgarvernd”. Ennfremur var á fundi Hverfisráðs lögð fram skýrsla um hverfismiðstöð á lóð Austurbæjarskóla.

7 - Rætt um nýja heimasíðu samtakanna. Stefán og Benóný taka að sér að athuga með gerð hennar og hýsingu. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í byrjun árs 2012. Fundi var slitið kl. 19:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is