ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 12. nóvember 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir voru: Sverrir, Guðrún, Bergþóra Halla, Benóný, Magnús og Hlín sem ritar fundargerð.

1- Spennistöðin á lóð Austurbæjarskóla, loforð og efndir. Ráðgert var að setja 20 milljónir i verkefnið árið 2013 og síðan aðrar 20 milljónir árið 2014. Ekkert bólar enn á efndum.

Sverrir óskaði eftir stuðningi Hverfisráðs við að koma Spennistöðvar málinu áfram.

Stjórn íbúasamtakanna áformar að rita bréf til Borgarráðs og hvetja til að þessu máli verði komið af stað. (Bréfið sent 15. nóv)

Til útskýringar: Fyrir u.þ.b. fimm vikum siðan, skömmu eftir síðasta Hveftisráðsfund fóru Sverrir og Benóný á fund sem boðaður var um málefni Spennustöðvarinnar. Þar voru fulltrúar frá Austurbæjarskóla, Kampi ásamt Degi B. Eggertssyni og Möggustínu.

Rýniteimi hafði verið skipað til að fara yfir tölur ofl. en ekkert komið fram um niðurstöður þeirrar vinnu. Sverrir setti sig í samband við Hrólf og spurði um skýrsluna en hann hafði að sögn fengið fyrirmæli að ofan ( Ólöf Örvarsdóttir) um að Sverrir fengi ekki að sjá skýrsluna. Sverrir talaði við Oddnýju Borgarfulltrúa og sömuleiðis við Júlíus Vífil. Júlíus lofaði að koma málinu að, í umræðu um fjárhagsáætlun Borgarinnar.

2- Bílastæðasjóður. Sverrir sendi fyrirspurn á Umboðsmann borgara til að kanna stöðu mála. Hann er ekki búinn að ljúka málinu en hugsanlega fáum við einhver svör fyrir Aðalfundinn. Sú breyting hefur orðið á störfum bílastæðisnefndar að nú eru fundargerðir byrtar á netinu. Þar kemur m.a. fram að á 8. fundi var lagt fram bréf Umboðsmanns borgara og því svarað. Einnig var á þeim sama fundi lögð fram ársskýrsla “Miðborgarinnar okkar”, hagsmunasamtaka verslunareigenda í miðbænum.

3- Aðalfundurinn, stjórn og stjórnarkjör ofl. mál tengd skipulagningu fundarins. Auglýst í blaði Miðborgar og Hlíða sem og tilkynning í útvarpi að morgni og á hádegi.

Ekki voru fleiri mál rædd og fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is