ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 12. mars 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir eru: Sverrir, Magnús, Benóný, Bergþóra Halla, Guðrún, Þórgnýr og Hlín sem ritar fundargerð.

1- Umfjöllun varðandi nýtt deiliskipulag á Landssímareit. Íbúasamtökin senda jákvæð ummæli til Borgarskipulags en gera ýmsa fyrirvara. Drög þessa nýju deiliskipulags eru skárri en þau sem áður voru kynnt.

2- Tekið fyrir erindi frá Litháen um möguleika á samstarfi, sem var áframsent á Íbúasamtökin frá Borginni. Þórgnýr verður í sambandi við skrifstofuna í Lettlandi.

3- Rætt um sameiginlegt verkefni Miðborgar-Hlíða, dagskrá með aðkomu skóla, íþróttafélaga, skáta ofl. Hátíðin hefur hingað til verið haldin á Klambratúni. Benóný fer á undirbúningsfund.

4- Skilti, Uss...engin læti. Ákveðið að leggja fram tillögu til Hverfisráðs. Sverrir er búinn að tala við Kormák, talsmann kráareigenda þar sem ekki hafa koið svör við fyrirspurn sem var send á samtök Kráareigenda. Ástæðan er sú að samtökin eru óvirk eins og sakir standa.

5- Umferð hópferðabíla um miðborgina. Tveir mánuðir eru liðnir síðan við sendum fyrirspurn og enn hefur ekkert svar borist. Ákveðið að senda ítrekun og í framhaldinu óska eftir fundi með Gunnari Vali hjá SAF.

6- Reykjavík betri miðborg allan sólarhringinn. Hvað varð um skýrslu sem unnin var fyrir Borgina árið 2007. Ákveðið að senda fyrirspurn varðandi þetta mál.

7- Miðborgarstjóri - Miðborgin okkar og samningur við Borgarráð tilskoðunar.

Samkvæmt ársreikningi Bílastæðasjóðs fyrir 2011 eru tekjur af bílastæðum borgarinnar 284.000.000. Hagsmunasatök verslunareigenda við Laugaveginn “Miðborgin okkar” fær 5% af tekjum Bílastæðasjóðs í styrk árlega, það staðfesti Kolbrún hjá Bílastæðasjóði.

Við eftirgrenslan kemur í ljós að ársreikningur fyrir “Miðborgin okkar” er ekki til og ekki gerð krafa um þ.e. um er að ræða félagasamtök en ekki fyrirtæki.

Samkvæmt samningi milli Borgarinnar og “Miðborginnar okkar” munu samtökin ekki sækja um aðra styrki til Borgarinnar. Því vekur athygli að í fundargerð samtakanna er tilgreindur styrkur frá Reykjavíkurborg að upphæð 250.000 kr, afgreiddur í maí, til að hreinsa stéttar.

Í febrúar var óskað eftir styrki til að gera könnun á nýtingu verslunarhúsnæðis, að upphæð 400.000 kr. Borgarráð frestaði afgreiðslu þess máls. Formaður hafði samband við Svanhildi Konráðsdóttur Sviðsstjóra Menninga- og ferðamálasviðs Borgarinnar og spurðist fyrir um málið. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka verslunareigenda við Laugaveginn “Miðborgarstjóri” á seturétt í Ferðamálaráði.

Fleiri mál voru ekki rædd á fundinum og fundi slitið kl. 19:15

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is