ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 11. desember 2012Fundurinn var haldinn að Klapparstíg 1, kl. 17:00 Mættir eru: Magnús, Guðrún, Benóný, Þórgnýr og Hlín sem ritar fundargerð. 1- Þórgnýr, nýr stjórnamaður boðinn velkominn. 2- Brynjureitur og Hljómalindarreitur. Stjórn gerir athugasemdir varðandi hæð bygginga og hávaðamál sem mikilvægt er að skoðuð verði fyrirfram til að koma í veg fyrir hávaða frá veitingastöðum sem ráðgert er að verði á jarðhæð. 3- Magnús, formaður er hvattur til þess af stjórn að koma á framfæri við Hverfisráð óánægju með tafir á greiðslu árlegs styrks til samtakanna. 4- Sumarlokun Laugavegar. Íbúasamtökin styðja lokun eftir því sem aðstæður leyfa. Fréttatilkynningu komið í Fréttatímann. 5- Ný byggingareglugerð. Í nýrri byggingareglugerð er litið á allar breytingar á eldra húsnæði eins og um nýbyggingu væri að ræða. Magnús Skúlason hefur þegar ritað grein til varnar gömlu húsunum, send á Fréttablaðið m.a. í nafni Íbúasamtakanna. 6- Fyrir Hverfisráð. Hugmynd Íbúasamtakanna um skilti sem væru sett upp fyrir utan veitingastaði, áminning og hvatning til gesta að sýna tillitsemi og raska ekki svefnró íbúa hverfisins. 7- Bókhlöðustígur 2. Fyrirspurn send til Formanns vegna fyrirhugað veitingareksturs í húsinu fyrir 50-60 manns. 8- Speglar utan á viðbyggingu við Menntaskólann. Umræða. 9- Vefur Íbúasamtakanna, póstfangið. Benóný og Þórgnýr skoða málið. Ekki voru fleiri mál á dagskrá og fundi slitið kl. 19:00 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |