ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur "opinn" 7. febrúar 2012

Haldinn að Skúlagötu 21, kl. 17:00

Mættir: Magnús, Bergþóra Halla, Guðrún, Benóný, Hlín

Gestur fundarins er Hjálmar Sveinsson.
Hjálmar talaði almennt um það sem er á döfinni hjá Borginni. Allmargt af því er ekki komið upp á yfirborðið nema að takmörkuðu leiti. Hjálmar hefur ekki sett sig inn í málefni Spennustöðvarinnar á lóð Austurbæjarskólans, en lýsir áhuga og stuðningi við hugmyndina.

Nokkur mál sem eru í gangi:
Verið er að ljúka endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Skýr stefna að ekki verði byggð fleiri úthverfi heldur byggt innan svæðis.
Allir vilja búa miðsvæðis. Ekki áhugi á að búa í leiguhúsnæði. Leiguhusnæði sem lífsstíll.
Ekkert samráð milli sveitafélaganna 7 á stór-Reykjavíkur svæðinu.
Þörf fyrir að byggja 500 íbúðir á ári í Reykjavík. Uppbyggingarmöguleikar eru miklir.
Hjálmar stýrir hópi sem sér um skipulagningu hafnarsvæðissins. Vill endurskoða svæðið milli sjóminjasafnsins og Hörpunnar. Unnið í náinni samvinnu við Graham arkitekta í Edinborg og fer bráðlega í kynningu. Björk ólafsdóttir vann fyrri teikningar, er nú í rannsóknarleyfi. Gert ráð fyrir byggingum í smærri skala. Þröngar götur, hús sem eru stölluð 2-4 hæðir. íbúðahverfi 200 íbúðir með þjónustu á jarðhæð, veitingastaðir.
Uppbygging á miðbakka ( verður viðkvæmara).Svissneskir aðilar ætluðu að byggja risahótel. Mikill vilji að Reykjavíkurhöfn verði áfram fiskibátahöfn.
Halda í Slipinn ef hægt er. Þétting svæðis, Héðins-reitur, Bykó-reitur. samtals 1.000 ibúðir og um 2.000 íbúar. Borgarvernd - Allt svæðið innan Hringbrautar.

Háhýsa-stefna miðast við hámarkshæð 5 hæðir. Hafnarsvæðið, byrja á Mýrargötuskipulagi og svo smátt og smátt. Breyta borginni úr bílaborg í "ekki bílaborg".
Þéttingarstaðir - þarf að byggja 500-6-- íbúðir á ári. Hjólabrú kemur í sumar yfir Elliðarárósa. Þarf að byggja 12.000 íbúðir. Gera borgargöturnar manneskjulegri.
Kostir Laugavegarins. Klappastígur verður næsta sumar tekin fyrir á svipaðan hátt og Skólavörðustígurinn og síðan alveg niður á Skúlagötu. Frakkastígurinn verður næstur. Sæbrautinni verði breytt - gróin svæði stækkuð.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is