ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 6. mars 2012

Haldinn að Klapparstíg 1a, kl. 17:30

Mættir: Magnús, Guðrún, Fríða, Bergþóra Halla, Sverrir, Stefán, Hlín sem ritar fundargerð.

1 - Stjórn íbúasamtakanna fagnar tillögu borgarinnar um að hafa Laugaveginn opinn að Frakkastíg í sumar.

2 - Prikið. Til skoðunar. Breytigar á húsnæði eru innan skipulagsrammans.Ef byggt er við hús sem byggt er fyrir 1918 þarf samkvæmt lögum að sækja um leyfi. Aðal áhyggumál íbúan í nágrenninu er notkun á svölum á þaki hússins og ónæði sem verður ef fólki verður hleypt út á þær. Íbúasatökin álykti um það ófremdarástand sem er við lýði vegna skorts á samræðu milli aðila sem eiga að meta og bregðast við kvörtunum vegna ónæðis frá veitingastöðum.

3 - Íbúasamtökið lýsa stuðningi sínum við hugmynd um byggingu útisundlauga við Sundhöll Reykjavíkur.

4 - Óþrif og sóðaskapur. Fríða er búin að skrifa nokkur bréf og kvarta undan óþrifum sem koma í ljós er snjóa leysti í vor. Var vel og skjótt brugðist við af hálfu Borgarinnar. Frekar um þrifnaðar- og hreinsunarmál. Sverrir leggur til að hvatningu verðið komið áleiðis til íbúa borgarinnar um að þrífa stéttar fyrir framam húsin sín.

5 - Fundur með fulltrúum Regins. Magnús, Fríða og Stefán fóru á fundinn. Fulltrúar Regins virðast vilja vera í góðu sambandi við íbúa. Blönduð byggð - íbuar - stækkun á hótel Klöpp - verslanir. Rauða húsið, sem brann, umræða um kost þess að færa það eða samræma fyrirhuguðum byggingum. Stjórnin telur til fyrirmyndar, hvernig Reginn fer af stað með verkefnið og fagnar samræðunni. Mun senda bréf og þakka fyrir fundinn.

6 - Fundur hjá Framkvæmdarsviði. Fulltrúar stjórnar voru kallaðir á fund. Magnús og Benóný mættu ásamt fulltrúum frá ITR. Kynnt var hugmynd um Sundhöllina vegna þess áhuga sem hefur komið fram um að byggja útilaug.

Fundi slitið kl 18:45

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is