ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 5. febrúar 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir eru: Sverrir, Magnús, Benóný, Bergþóra, Halla, Guðrún og Hlín sem ritar fundargerð.

1- Magnús hefur tekið við formennsku í Húsafriðunarnefnd og segir af sér formennsku í Íbúasamtökum Miðborgar. Sverrir, kosinn varaformaður stjórnar, tekur að sér formennsku fram að næsta aðalfundi.

2- Samtök ferðaþjónustunnar. Ekki komið svar við erindi sem sent var til Umhverfis og skipulagssviðs borgarinnar varðandi hvort reglur hafi verið settar um akstur hópbifreiða um borgina.

3- Bréf frá íbúa, sem kvartar undan ónæði frá Kaffi Rósemberg og hópbílum sem eru að taka upp ferðamenn fyrir utan Hótel Klöpp. Íbúasamtökin eru búin að beina tilmælum til Borgarinnar um að setja upp skilti og einnig senda fyrirspurn vegna aksturs hópbíla um miðborgina.

4- Ofbeldismálum fjölgar í borginni. Stjórn stefnir að fundi með Chris Jagger sem er sérfræðingur í ofbeldismálum.

Ekki fleiri mál á dagskrá. Fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is